30. júní 2014

Kryddjurta frysting í skyndipestó

Matjurtagarðinn minn er orðinn alveg brjálaður. Blóm,illgresi og ýmislegt sjálfsáð eins og koríander og klettasalat vax frjálst og brjálað . Þess vegna fór ég út til þess aðeins að hreinsa til.  Ég safnaði slatta af
koríander og reyndar svolítið af sítrónubasill úr gróðurhúsinu og ég setti þetta i muffisform með ólívuolíu og frysti. Nota svo i pestó seina i vetur eða kryddhjúp á fiskinn. Þegar þetta er búið að vera 1 sólahring í frysti tek ég það úr silíkonmuffins formunum og set í poka í frystinum
Hvað er hér? Mangóld kál, koríander, fenell, morgunfrú og það sem ég kalla illgresi ( planta sem þjónar engum tilgangi á þessum stað)
Koríander, sílikon muffu form, stál muffuplata






Engin ummæli:

Skrifa ummæli