2. desember 2014

Könglar og náttúruskraut


Það er ekkert fallegra skraut til en það sem kemur frá náttúrunni.
Ég er heilluð af greni og könglum. Ilmurinn af greni er ólýsanlegur. Það er æðislegt að hafa ástæðu til að fara út á þessum árstíma til að tína sér efni í skreytingar. Ferskt loft, frostbitnar kinnar og rok og rigning sem gerir að ég sé ekki út um gleraugun.  Eða ef maður er heppin(n) skín sólin lágt á lofti og gyllir náttúruna eins og henni einni er lagið. Það er svo margt sem er hægt að nýta. Greni, köngla, strá, ber og fræhirslur.
Könglar vaxa á barrtrjám sem á venjulegu máli kallast grenitré eða tré með greninálum. Svoleiðis tré kallst á grasafræði máli berfrævingar. Sem þýðir í raun að fræið er nakið með enga plöntuvefi í kringum sig eða laust. Ef borið er saman við blómin þá er það mjög bert þar sem fræið hjá blómum myndast inni í blóminu. Eða eins og við sjáum það þegar það er orðið að fræi inni fræhirslu eða fast á blómbotninum. Köngla fræin eru ekki alveg nakin því það er hreistur. Eftir því sem köngullinn þroskast  verður hann mjög gisinn svo fræið auðveldlega dettur út. Þá fljúga þau á vængjunum sem þau eru með.
Það eru  óhemju margar tegundir barrtrjá til í heiminum og þess vegna eru til svona líka margar mismunadi gerðir, stærðir og lögun á könglum. Nokkrar tegundir vaxa hér á landi. Lerki er ein af þeim og eru könglar lerkis mjög fallegir, litlir og margir.
Könglar eru mjög breytilegir að strærð og í útliti frá allt frá 2 cm -50 cm á lengd og þyngstu könglar í heimi eru 50 kg. Könglar finnst mér alveg sérstaklega fallegir. Þeir eru byggðir upp með þétt röðuðum hreisturflögum. Hvert einsta hreisturgrein á þeim er allveg nákvæmlega á réttum stað. Þeir eru með mjög nákvæma stærðfræðilega byggingu.  Ef furuköngull er skoðaður nánar sést greinilega að hreistrin raðast í spíral. Hvert hreistur er hluti af 2 spírölum, annar þeirra hefur 13 brautir til hægri og hinn 8 brautir til vinstri. Fjöldi spíralbrauta í hvora átt er ekki alltaf sá sami á öllum könglum. En fjöldi spríalbrauta er alltaf fibonacci tala.
Fibonacci röð er talnaröð sem byrjar með 0 og 1, þar sem hver tala er summan af síðustu tveimur tölum sem eru á undan í röðinni. Sem sagt: 0,1,1,2,3,5,8,13,21,34,55,89… og svo framvegis. Vegna þess að hreistrin raðast á þennan hátt, smella þau þétt saman og nýta plássið á könglinum til hlýtar. Það myndast engar rifur á milli hreistranna. Á furukönglinum eru tölurnar 8 og 13 lagðar saman og gefa 21. Sama mynstur kemur fyrir hjá ýmsum örðum plöntum t.d blómkáli, sólblómum og anans. Þannig sér náttúran um að nýta plássið vel þar sem það er lítið. Náttúran er góður stærðfræðingur og á þennan máta má segja að stærðfræði sé falleg.

Jólaskraut þarf ekki að vera flókið. Fyrir mér er fegurðin fullkomnuð af náttúrunni sem setur fram sérhannaðar og stærðfræðilega útreiknaðar kúlur sem kallast könglar. Greni gefur dásamlegan ilm og ef maður vill fá liti í skreytinguna bætir maður við appelsínum, mandarínum eða eplum. Jólaskreytingar gerðar með efnivið úr náttúrunni er hægt að vefja í krans, setja í skál, fat eða það sem hendi er næst og gleður auga þitt.
Ég set gjarnan mína jólaskreytingu í skál. Af og til kaupi ég kókoshnetu og granatepli og skelli með í skálina og þá er ég líka komin með ástæðu til þess að setja eitthvað öðruvísi í salatið í desember.

 

29. október 2014

Laufblöð

Á haustin fer ég oft að taka meira eftir laufblöðunum út af því þau skipta um lit. Laufblöð geta haft óteljandi form, yfirborð og áferð. Oftast eru þau græn en stundum koma alls konar litir líka fram og sumar plöntur eru bara fallegar vegna laufblaðanna. Sum eru þykk, önnur fíngerð enn önnur rúlla sér alveg upp og eru með vaxhúð yfir sér. Það eru sígrænu greninálarnar. Þetta er þeirra aðlögun að kulda svo að trén geti líka verið græn á veturna. Sum eru tennt, sum eru risastór og enn önnur eru kringlótt. Það eru til laufblöð með áberandi æðar sem verða sérstaklega falleg í haustlitunum. Laufblöðin eru sú verksmiðja eða framleiðslueinningar sem heldur lífi í okkur hérna á jörðinni. Þau framleiða súrefni handa okkur. Það er ég þakklát fyrir. Ljóstillífunin er heil saga útaf fyrir sig sem við heyrum oft um í líffræðitímunum í skólunum.
Í gleði minni yfir laufblöðunum tók ég helling af myndum af þeim og ætla ég að deila með ykkur


Kúrbíts blað


mynta


Maríustakkur
salat

skjaldflétta

Pære

Vallhumall

grasker


Salvía

mura

beikiEnn fleiri myndir líka http://www.pinterest.com/MariaBirna/leafs-l%C3%B8v-laufbl%C3%B6%C3%B0/


12. október 2014

Humall

Humall er klifurplanta sem getur vaxið allt að 6 metra upp reipi, gridverk eða vírnet. Á latínu heitir plantan Humulus lupulus sem skýrir hvaðan íslenska nafnið kemur. Kvenplönturnar mynda köngull útlýtandi blóm sem innihelda efnið lupulin. Það er bragðefnið sem hefur gert þessa plöntu að kryddplöntu sem notuð hefur verið í árhundriði í bjór eða mjöðurgerð. Það eru til ótal mismunandi gerðir af humli sem gefa mismunandi brögð. Jæja þá er ég búin að romsa upp helling af staðreyndum. Nú að því sem fékk mig til að hugsa um þessa plöntu. Já ég sé hana daglega á hjólferðum mínum í og úr vinnunni á grindverki við garð einn hér í götunni. JÁ , kvennaldinin eru falleg finnst mér eins og sést á meðfylgandi mynd. Svo ég laumaðist til taka nokkur stykki. Já þau ilma. Ég ætla að þurrka þau og sjá hvort ég get ekki notað þetta í eitthvað. Nei ég ætla ekki að fara brugga bjór. Sem minnir þig á að ég hef séð sjónvarpsþátt um bjórgerð þar sem bruggarnir taka risa poka upp úr frystinium af humli vegna þess að við þurrkun heldur hann ekki bragð gæðunum sínum.
Ég var líka að pæla í orðinu. Við notum þetta á aðrar plöntur eins vallhumall. Þess vegna flétti ég aðeins upp i gömlum bókum. Jú viti menn í Grasnytjum stendur um vallhumall :
Fyrir þá sem skilja ekki svona skrift þá stendur: Nokrir meðal Svía bruka hana í humals stað til ölgerðar, og segia menn það verði áfengt.
Í því samheingi má lika nefna að mjaðurjurt heitir líka mjaðjurt vegna þess að hún var notuð í mjöð sem krydd líkt og humall er núna notaður í bjór.


Svo stendur líka í annari bók að humall sé aðallega notaður í ölgerð.  Á ræktuanarstaðnum er hann líka settur í salat. Stönglar og blóm soðin í olíu og sítrónusafa, bragðist vel. Önnur kryddbók segir; notaður í ölgerð frá miðöldum. En fyrir þann tíma í lækningaseyði og að humalte sé gott fyrir svefninn.

4. október 2014

Kryddjurtir og villtar jurtir til þurrkunar

Nú eru síðustu forvörð að tína og þurrka kryddjurtir og aðrar jurtir til vetrarins. Nú er sá tími þar sem flestar kryddjurtirnar í garðinum eru vel sprottnar, orðnar stórar og gróskumiklar. Þess vegna er um að gera að nota tækifærðið og tína þær til þurrkunar og hafa þannig nóg af þeim í vetur. Drífa í þessu áður en kuldinn, frostið og snjórinn kemur og þær sölna. Kryddplönturar er hægt að nota í ýmislegt svo sem te, krydd og skraut. Skessujurt til að nota í kjötsúpuna, mynta og fennel í teið, salvía í ýmis konar matreiðlsu og timíanið líka er tilvalið að þurrka. Dillfræin eru notuð í kryddlegi og það sama gildir um koríanderfræin. Þar fyrir utan eru margar villtar íslenskar jurtir hentugar að tína núna í te og fleira. T.d mjarðjurt, maríustakk og vallhumall sem eru frábærar tejurtir og ekki má gleyma fjallagrösunum!

Vallhumall

Fenel

Fenel


Kamilla

Þurrkun og tínsla jurta
Hvernig eru jurtir þurrkaðar? Byrjaðu á að klippa eða handtínda jurtirnar. Það fer svolítið eftir því hvaða plöntu þú ert að eiga við hvor aðferðin er betri. Þær með mjúkari stöngull er hægt að handtína en plöntur með trékendari stöngull eru klipptar. Best er að gera þetta í þurrviðri vegna þess að þá er auðveldast og mestar líkurnar að vel takist til með þurrkunina. Plönturnar ætti annað hvort að tína ofan í taupoka eða í vendi. Ef tíndar eru villtar jurtir þarf að þekkja þær og aldrei að tína allt upp til agna af svæðinu því gaman gæti verið að koma til baka að ári og endutaka skemmtunina. Athugið að tína aldrei þar sem eru mengunarvaldar eru nálægir t.d. umferð og iðnaður. Fjallagrösin er þó betra og þægilegra að týna þegar þau eru blaut því þá losna þau svo skemmtilega frá mosanum. Þegar heim er komið er best að setja pokana á þurran og hlýjan stað þar sem getur loftað um þá og þess vegna meiga þeir heldur ekki vera pakkfullir. Það er líka hægt að breiða úr plöntunum á hreint handklæði eða viskustykki í um það bil 2-3 vikur. Þá er þú örugg(ur) um að þær séu þornaðar. Þegar afurðirnar eru orðnar skrjáf þurrar þannig að þær molna í hendinni á þér er hægt að setja þær á glerkrukkur eða tepoka til geymslu fyrir veturinn. Jurtir þurrkaðar í vöndum eða búntum taka aðeins lengri tíma að þorna, sérstaklega ef þær hafa þykk laufblöð.

Í teblöndurnar er líka gott að setja kryddjurtir eins og kanell, kamillu og engifer.
Tilvalin teblanda
50 g maríustakkur
50 g mjaðurjurt
50 g mynta
100 g fenell


Öllu blandað vel saman mulið i morteli og sett í glerkrukkur og geymt á dimmum stað eða strax búin til rjúkandi og ilmandi te bolli.Þurkkaður maríustakkur

1. október 2014

Náttúra, innblástur og náttúruleiðsögn

Náttúra innblástur eða náttúruleiðsögn
Ég var á landvarðar námskeiði í vetur.  Þetta var óendaleg mikill skemmtun og gleði fyrir mig. Þar fyrir utan fékk ég ýmis verkfæri sem ég get notað til miðla náttúrinni til annara og vekja aðra til umhugsunar um hana. Þetta gaf mér ástæðu til að fara miðla náttúruna til annara svo ég ákvað að kasta mér út að bjóða upp á ferðir með náttúruleiðsögn.  Mitt áherslu svið eru blóm og plöntur. Þó er mögulegt að fara út fyrir það efnissvið.
Nú nýlega fór ég í eina ferð. Sú ferð var sérhönnuð fyrir vinnufélaga mína, lífeindafræðingana í DNA hópnum á Herlev spítala hér í Danmörku þar sem ég bý. Við skoðuðum nánasta umhverfi í kringum sjúkahúsið. Sem hefur stóra lóð þar sem leynist ýmislegt, felustaðir, falleg blóm og mjög mikill fjölbreytileiki í plöntum. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Við vorum heppnar með veður, sólin skein og við endum með að leika okkur svolítð með blómin.
Hér eftir mun ég bjóða upp á ýmsar aðrar ferðir. Þar sem ég leiðbeini, fræði og náttúrutúlka. Ég flétta inn í ferðirnar leiki og afslöppun. Það er bæði hægt að fá sérhannaðar ferðir eftir áhugasviði eða vegna þess að einhver staður vekur áhuga. Ég býð  líka upp á ferðir sem ég er búin að ákveða þema ferðarinnar. Hér fyrir neðan sjáið þið þær ferðir


  • Barnaferðir þar sem áhersla er lögð á risaeðuplöntur og gerðar tilraunir með náttúruna
  • Stelpnaferð þar sem blómin eru skoðuð, tínd í vendi og búnir til kransar
  • Skógarferð þar sem skoðaðar eru plöntur sem hægt er að borða
  • Plöntur og hvað þær voru notaðar í gamla daga
  • Viltu læra að þekkja viltar plöntur. Fyrir byrjendur. Kerfi aðferðir og smáatriði sem auðvelda
  • Notaðu náttúruna til hugleiðslu, skerpa innsæið og andlegur innblástur 
  • Skyjunar- og ilmferðir
  • Garðaferð í Kaupmannahöfn. 3 garðar skoðaðir í miðborginni
  • Faldir garðar í Kaupmannnahöfn
  • Viltar plöntur týndar fyrir steinaldar mataræði 

Stuttar ferðir eru 45 mínútur - 1 klukkustund að lengt. Lengri ferðir eru allt að 4 klukkustundir.
Ferðirnar fara fram hérna í Danmörku þar sem ég bý. Ég vil gjaran vera með ferðir á Íslandi ef ég á erindi þangað í öðrum erindum. Þvi er hægt að fylgjast með hérna á heimasíðunni og sérstaklega á facebook síðunni https://www.facebook.com/Mariustakkur . 3 tungumál eru í boði, íslenska, danska og enska, en einungis 1 í hverri ferð. 
Annars er hægt að hafa samband við mig á netfanginu mariabirnaarnardottir@gmail.com eða í síma 45 20668573


15. september 2014

Gúrkutíð

Agúrka,AAAA  aaaa gúrka
Krumpuð gúrka, skökk gúrka, gúrka með göddum, bogin gúrka, stór gúrka, lítll gúrka.
Margar gúrkur í gróðurhúsi.
Það hefur tekist vel til í ár með gúrkurræktunnina. Þær spretta fram allstaðar. Mann ekki hvernig gúrku ég sáði til í vor en hún er pínu öðruvísi


2. september 2014

Hvítlaukur heilsubætandi fæði er óstjórnlegt æði

Hvítlaukur er frábær á svo margan hátt. Ómissandi í matinn og gefur matar- og bragð upplifanir sem eru engu líkar. Hann er hollur og getur læknað ýmsa kvilla. Svo er til fólk sem engan veginn þolir hann og finnst lyktin af honum viðbjóður. Sem sé planta sem getur vakið upp ýmis viðbrög og hughrif. Þess vegna finnst mér tilvalið að skrifa um hann og líka vegna þess að nú er tíminn til að koma honum ofan í moldina til að fá helling af sjálfræktuðum hvítlauk næsta sumar.
Til eru margar gerðir af hvítlauk. Í grófum dráttum er hægt að flokka þær í tvo flokka, hvítlauk með harðan stöngul og hvítlauk með mjúkan stöngul. Harð stöngla hvítlaukur hefur stundum rauðar rendur utan á hýðinu og er bragðbetri eða mildari og veldur ekki hvítlauks andfýlu daginn eftir. Ástæðan er sú að hann hefur ekki þau efnasambönd í sér sem geta myndað fýluna. En aftur á móti geymist hann ekki eins vel og endist ekki í marga mánuði eftir að hann er kominn upp úr jörðinni eins og hvítlaukur með mjúkan stöngul gerir. Þess vegna er harð stöngla hvítlaukurinn miklu sjaldnar til sölu í matvörubúðum.


Að rækta hvítlauk er svo einfalt og auðvelt. Hann er gróðursettur upp úr ágúst og fram í desember, áður en frystir. Stór heil rif eru sett niður 5-10 cm ofan í jörðina með 10 cm millibili og með 15 cm bili á milli raðanna. Það er hægt að breiða lauf, greinar og/eða dúk yfir laukabeðið til að verja það gegn mesta frostinu. En það er ekki nauðsynlegt. Eftir að minnsta kosti 3 vikur koma upp nokkur hvítlaukslaufblöð sem fara síðan í dvala yfir kuldaskeiðið. Þau lifna svo aftur við með vorinu og þá heldur laukurinn bara áfram að vaxa og blöðin verða stærri og fleiri. Það getur myndast blómhnúður og stundum vex stöngullinn og blómið í lykkju sem er svolítið fyndið. Þegar líða tekur á sumarið fara blöðin að þorna á endunum og lafa niður. Þá er kominn tíma til að taka hvítlaukinn upp. Ef laufblöðin eru búin að vera gul og lafandi í viku eða meira er orðið nokkuð ljóst að hvítlaukurinn vex ekki mikið meira. Það er oftast í júlí /ágúst. Hvítlaukurinn er þá grafinn varlega upp. Þetta er eftirvæntingarfull stund eins allar stundir þegar maður grefur upp grænmeti. Þegar búið er að taka hvítlaukinn upp er mikilvægt að þurrka hann vel, og dusta af mestu moldina. Hann þarf að vera alveg þornaður áður en hann fer inn í ísskáp því annars rotnar hann. Það er líka hægt að geyma hann á þurrum, dimmum stað. Annar möguleiki er að flétta saman stönglana og búa þannig til hvítlauksknippi.
Á vaxtartímanum er hægt að klippa aðeins af grænu laufblöðunum og nota í mat. Það er milt hvítlauksbragð af þeim. Ég hef stundum tekið forskort á sæluna og tekið upp einn og einn lítinn hvítlauk um vorið eða snemmsumars. Hvítlaukur vex á sólríkum stað og þarf áburð til að vaxa vel.
Hvítlaukur er ótrúlega skemmtilegur hlutur að monta sig af að vera sjálfbær með. Ég hef í mörg ár bara sett niður hvítlauksrif sem ég hef keypt úti í búð. Sem alltaf hefur virkað. Ég hef þó heyrt að það geti gerst að búðar hvítlaukur spíri ekki. Þess vegna bendi ég líka á að hægt er að kaupa hvítlauk í gróðrastöðvunum.

Að lokum vil ég mæla með einni frábærri aðferð við að elda og borða hvítlauk. Það er að grilla eða baka í ofni heila hvítlauka, og smyrja svo innhaldinu ofan á brauð, kannski með smá olíu, smjöri eða kryddjurtum. Mhmm

30. ágúst 2014

Blómvendir

Ég elska að tína blóm og hef alltaf gert. Ég man ekki eftir mér örðuvísi út sem lítilli stelpu að tína blóm í vönd til að gleðja einhvern. Upp á Kastala eða uppi á Hól á Hellu.
Ég er enn að tína blóm og búa til vendi og get ekki hætt því mun örugglega gera það svo lengi sem ég lífi.
Enda er blóm seiðandi falleg.