3. júní 2014

Yllir blóm og pönnukökur



Yllir er runni eða lítið tré sem blómstrar i júní og blómin eru hvítkremuð á litin. Á haustin myndast fjólublá vínrauð nærri svört ber. Blómin er hægt að borða á ýmsan hátt. Það er mjög algengt í Danmörku að búa til saft úr þeim.  Sem líka er hægt að kaupa í flestum matvöruverslunum.  Svo er líka hægt að nota þau í salat,kökur og fyllingu i grillaðan fisk. En það sem ég prufaði var að setja þau út í pönnukökudeig og eldri hjálparkokkurinn eldaði ljómandi góðar yllirpönnukökur.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli