16. nóvember 2017

Skógarferð

Skógurinn gefur mér æðruleysi og ró. Ég næ tengslum við sjálfa mig og líkamann.
Þar faðma ég tré og hlusta á þau. Sé óteljandi smáatriði af fegurð.
18. mars 2017

Vorið kraumar í æðum

Ég fin vorið brjótast fram. Ég finn hvernig þörfinn fyrir koma við moldina eykst. Ég er búin að kaupa páskalauka og planta þeim í svalakassanna. Svo ég hef ég ekki getað haldið mig frá því að kaupa fræ  þó ég hafi ekki mikið landi til að planta í. Það er ýmislegt að gerast sem kemur í ljós.10. júní 2016

Andlegar plöntur


For me plants are spiritual. In spite of how touchable they are. They`re beuty, they`re existence is a sign of a spiritual ting, a higher existence. They lift me up to higher kind of thinking, beuty, joy and positivity. Just thinking about them I don't have to be with them. Just if I have seen them once I treasure the memory of them for ever and refatch that memory if I need some spiritual strength or seranity.

24. maí 2016

Sítrónugras ræktunEndurræktun sítrónugras

Það er gaman að koma kryddjurtum af stað í eldhúsglugganum. Það gætu verið framandi eða

suðrænar kryddjurtir. Ein slík er sítrónugras. Ilmurinn af sítrónugrasi er sterkur og alveg yndislegur.

Sítrónugras er bráðnauðsynlegt í marga austurlenska rétti, sérstaklega þá tælensku.

Annað mál sem ekki allir vita er að hægt er að rækta sítrónugrasið í eldhúsglugganum heima hjá þér.

Þetta þarf svolitla þolinmæði líkt og við marga ræktun.

Tæki:

Ferskt sítrónugras úr búð

Krukka með vatni

Mold í potti

Kaupið helst sítrónugras sem hefur svolítinn raka í sér, safaríkt og helst með smá stubb af rót á

endunum. Setið það í krukku af vatni út í glugga og bíðið eftir að rætur myndist. Þetta tekur svolítinn

tíma, allt að 1 mánuð. Setja þarf nýtt vatn reglulega. Þegar ræturnar eru nokkurra sentimetra langar

má gróðursetja plöntuna í pott og hafa sem stofublóm. Vökvið vel og hafið pottinn á sólríkum stað.

Sítrónugras er stórgert og breiðir úr sér ef því líður vel. Gott er að gefa því áburð reglulega yfir

sumartímann. Sítrónugrasið getur stækkað í pottinum, það er hægt að klippa af endunum og nota í te

án þess að taka allt grasið upp með rótunum eða skera af því þá endurvex það. Ef sítrónugrasinu líður

vel koma á það blóm sem mynda fræ sem er hægt nota til að sá til nýrra plantna.

Hér eru svo nokkrir nýtingarmöguleikar:

http://ibn.is/kraekiberjasaft/

http://ibn.is/jurtate-thin- personulega-galdrablanda/

Góða ræktunarskemmtun.

28. febrúar 2016

Dagur 365 af 365

Síðasta máltíðin af 365. Fiskur með#kartöflum, hamborgari með #tómatsósu og te á eftir úr #lofnarblóm og#hindberjablöðum . #geðveikupplifun.Frábær reynsla. Takk fyrir allir sem voru með og fylgdust með. #dagur365#sjalfbærni #sjalfsþurftarbuskapur#365project

27. febrúar 2016

Dagur 364

Smá afmælis veisla í dag með marensköku með rababara/berja kremi
Svo var hamborgari í kvöldmat með frönskum og hrásalti. Heimagerð tómatsósa úr eigin tómötum og kryddjurtum