|
Kryddjurtir,dill,koríander, kerfill |
|
Graslaukur |
|
Salat |
Þessi tími árs er frábær í matjurtagarðinum vegna þeirra gjafa sem eru í líki salats og kryddjurta. Sem er hægt að njóta á hverjum degi í ríkulegu mæli og gefur
krydd í tilveruna.
Kryddjurtirnar gera einmitt salatið svo fjölbreytt og bráðnauðsynlegar í annan mat. Margar af kryddjurtunum eru líka frábærar í te með öðrum jurtum. Þar nota ég mest, myntu og sitrónumellisu. Ferskleikinn er ólýsanlegur. Þetta er algjörlega ósambærilegt við salat út úr búð.
|
Koríander |
|
Basill |
|
Sítrónumellisa
|
Af kryddjurtunum rækta ég, steinselju, salvíu, rósmarín, estragon, sítrónutimína, garðatimían, dill, koríander, margskonar myntu, sítrónumelissu, graslauk, basill og skessujurt. Það er um að gera að prófa sig áfram með þetta og sjá hvað virkar og hvað er gott á bragðið. Ég bætti yfirleitt einni nýrri kryddjurt í safnið á hverju ári. Kryddjurtir vaxa og verða stærri við að klippa af þeim. Fjölbreytileiki í salati er líka mikill það er til alskonar mismundi salat í lögun lit og bragði. Sumarið er salat og kryddjurta tími. Þetta er ótrúlega gaman.
|
Dill |
|
Mynta sweat |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli