Sólblóm hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og
heilla mig. Ég get ekki látið vor líða hjá öðruvísi en að minnsta kosti að sá
nokkrum fræum. Ég safna fræum á haustin og hef því alltaf nóg af fræum á vorin
og spara þau ekki. Ég forækta þau inni í gróðurhúsi eða ég sái þeim beint
í beð eða í lóðina. Þau sjálfsá sér líka í matjurtagarðinn, líklega með hjálp
fugla. Sum vorin fer ég í keppni við sjálfa mig þá forsá ég 120 fræum svo ég
geti verið vissum að geta plantað út 100 sólblómum. Næsta vorið þá eru það 130
svo ég geti plantað út 110 blómum. Sólblóm snúa hausnum/blóminu að sólinni. Þau
eru líka ákafleg myndræn síðsumar eða á haustin þegar þau eru búin að blómstra því þá hanga þau með haus. Þegar fer að myrkra þá minna þau á
fólk sem stendur og hreyfast aðeins í vindinum. Það hefur komið fyrir mig
að halda að það stæði maður úti garði, en þá var það bara sólblóm. Ég hef reynt
að safna mér sólblómafræi og hreinsa af skurnið til að borða en það er
afskaplega seinlegt. Einhvervegin er þetta gert i iðnaðinum. Ef einhver veit
hvernig þetta er hægt vil ég gjarnan vita það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli