Er mynta bara mynta?
Nei það eru til margar mismunandi myntu, piparmynta, eplamynta, grænmynta, ananasmynta,
basílíkumynta, jarðaberjamynta, hrokkinmynta,vatnamynta svo bara fáar séu nefndar.
Þetta eru nöfnin sem við mannfólkið nefnum þessar plöntur. Sem ekki á að
skiljast þannig að jarðaberjamynta sé blanda af jarðaberi og myntu. Plantan
hefur heldur ekki orðið til við klónun saman myntu og jarðaber. Nei þetta er
einfaldlega mynta sem hefur jarðberja lykt. Það er þannig með myntur að það eru
til þónokkrar tegundur af myntum og svo er til ansi mörg afbrigði af þessum
tegudum vegna þess að myntur eru mjög lauslátar plöntur sem mynda auðveldlega
ný afbrigði. Þannig stunda mennirnir líka kynbætur á myntum og fá þá
mismunadi bragð og eiginleika fram.
Að þekkja
mismunandi myntur getur verið ansi flókið mál. Jafnvel fyrir grasafræðinga. Ein
leiðin til vita hvort myntan er sú sem þú vilt rækta er að smakka á
henni.
Myntur blómstra
bláum, fjólubláum, bleikum og hvítum blómum. Þær sjást sjaldan í blóma. Blöðin geta
verið ljósgræn, dökkgræn, hrukkótt, ljósköntuð, oddmjó og bugðótt. Myntur eru með
dökkum brúnrauðleitum eða grænum stöngli.
Piparmynta (Mentha piperita) og grænmynta (Mentha spicata) eru algengastar. Það eru
mörg afbrigði komin út af þeim.
Myntur eru
afskaplega lauslátar eins og áður kom fram, það liggur í sumum ættum plantna.
Þær eiga auðvelt með að frjóvgast með ólíkum myntum af annari tegund. T.d ef piparmynta fjóvgast með vatnamyntu er
ekki víst að fræin verði frjó.
Vatnamynta er villt
mynta og vex á Íslandi, og er mjög
sjaldgæf og vex við hverasvæði á Vestfjörðum. Þegar hveragufan leggst yfir hana
ilmar svæðið. Það er líklegt að ræktunarfólk fyrir áratugum síðan hafi borið
hana til landsins fyrir friðun hverasvæðanna.
Myntur eru
kryddjurtir, lækningarjurtir, notaðar í mat og drykki, ilmvötn, snyrtivörur, sælgæti,
tannkrem og í tóbak.
Lækningareiginleikar
mynturnar felast í að hún hjálpar til við meltinguna, er notuð við hausverk og
auðvitað notuð í munnskol.
hrokkinmynta, sweat lemon og grænmynta |
basilíkum mynta og grænmynta |
Notkun:
Mynta er tilvalin
í te enda mikið notuð sem slík í arabískum löndum. Hún er notuð í sósur eins og
tzatziki og í kryddsmjör. Einnig til að marinera kjöt og fisk. Sem krydd í meðlæti eins og hrísgrjón, kurskus,
kartöflur, salat og baunamauk (t.d grænar baunir). Mynta er fín í eftirrétti
eins og piparmyntuís og súkkulaðikonfekt á ýmsu formi. Líka í hlaup og sultur og drykki t.d
mojotio
Hér er uppskrift
af jómfrúar mojoito
½ lime
1 msk sykur eða hrásykur
4 myntublöð
(piparmynta)
¼ lítri sódavatn
Setjið lime bátana
í stórt glas ásamt sykrinum og pressið allan safn úr með pinna eða skeið. Hrærið
vel í þar til að sykurinn er uppleystur í safanum. Bætið svo myntunni við og
pressið hana aðeins. Hellið svo sódavatninu yfir.
Tzatziki
250 gr. grísk
jógúrt (má nota skyr)
1 búnt grænmynta
eða 20-40 laufblöð
¼ gúrka
2-3 hvítlauksrif
Salt og pipar
eftir smekk
Saxið myntuna
smátt, rifið gúrku og hvítlauksrif niður. Hrærið öllu saman
Meðlæti á
grillið, gulrætur með myntu
10 gulrætur
hreinsaðar og skornar í jafnstóra bita
1 msk smjör
1 tsk eplaedik
Búnt mynta(basilmynta,hrokkinmynta,
grænmynta), söxuð gróft
Salt og pipar
Allt sett inn í álpappírsböggull
og grillað í 10 til 15 mín. Snúið einu sinni
Ræktun
Ef þú er byrjandi
í ræktun er öruggasta leiðin að kaupa sér plöntu og setja hana annað hvort í
beð eða ker. Vökva hana reglulega og klippa. Hún lifir bæði í sól og skugga en
vex betur í sól. Flestar myntur mynda jarðrenglur, sem eru eins og stöngull
ofan í jörðinni sem vex langsum ofarlega í moldinni. Með þessum stöngli skríður
myntan áfram og stækkar stundum hratt. Þess vegna er ekki sniðugt að planta henni
við hliðina á uppáhalds plöntunni þinni því myntan gæti kæft hana. Ef myntan
dreifir sér of mikið er best að rífa upp renglurnar og slíta af.
Annars er hægt að
fjölga myntu með afleggjurum, sem sé fá gefins plöntubút með rót. Eða taka
stilk af og setja í vasa með vatni og bíða þar til að myndast rætur á stilkinn
og þegar þær eru orðnar margar er tímabært að planta honum í mold í potti.
Eins og aðrar
kryddjurtir hefur mynta gott að því að vera notuð og klift reglulega þar sem ný
og ný skot myndast við klippingu. Þegar eða ef hún blómstar er hún mjög líklega
orðin alltof sterk fyrir flesta að nota.
Góða myntu
ræktunar skemmtun og nautn.
Heimildir:
Mynte et friks
pust af Nielsen og Nielsen
Engin ummæli:
Skrifa ummæli