30. júní 2014

Kryddjurta frysting í skyndipestó

Matjurtagarðinn minn er orðinn alveg brjálaður. Blóm,illgresi og ýmislegt sjálfsáð eins og koríander og klettasalat vax frjálst og brjálað . Þess vegna fór ég út til þess aðeins að hreinsa til.  Ég safnaði slatta af
koríander og reyndar svolítið af sítrónubasill úr gróðurhúsinu og ég setti þetta i muffisform með ólívuolíu og frysti. Nota svo i pestó seina i vetur eða kryddhjúp á fiskinn. Þegar þetta er búið að vera 1 sólahring í frysti tek ég það úr silíkonmuffins formunum og set í poka í frystinum
Hvað er hér? Mangóld kál, koríander, fenell, morgunfrú og það sem ég kalla illgresi ( planta sem þjónar engum tilgangi á þessum stað)
Koríander, sílikon muffu form, stál muffuplata






24. júní 2014

Mynta: Ræktun og uppskriftir

jarðaberjamynta
Þekkja myntur
Er mynta bara mynta? Nei það eru til margar mismunandi myntu, piparmynta, eplamynta, grænmynta, ananasmynta, basílíkumynta, jarðaberjamynta, hrokkinmynta,vatnamynta svo bara fáar séu nefndar. Þetta eru nöfnin sem við mannfólkið nefnum þessar plöntur. Sem ekki á að skiljast þannig að jarðaberjamynta sé blanda af jarðaberi og myntu. Plantan hefur heldur ekki orðið til við klónun saman myntu og jarðaber. Nei þetta er einfaldlega mynta sem hefur jarðberja lykt. Það er þannig með myntur að það eru til þónokkrar tegundur af myntum og svo er til ansi mörg afbrigði af þessum tegudum vegna þess að myntur eru mjög lauslátar plöntur sem mynda auðveldlega ný afbrigði.  Þannig stunda mennirnir líka kynbætur á myntum og fá þá mismunadi bragð og eiginleika fram.
Að þekkja mismunandi myntur getur verið ansi flókið mál. Jafnvel fyrir grasafræðinga. Ein leiðin til vita hvort myntan er sú sem þú vilt rækta er að smakka á henni.
Myntur blómstra bláum, fjólubláum, bleikum og hvítum blómum. Þær sjást sjaldan í blóma. Blöðin geta verið ljósgræn, dökkgræn, hrukkótt, ljósköntuð, oddmjó og bugðótt. Myntur eru með dökkum brúnrauðleitum eða grænum stöngli. 
Piparmynta (Mentha piperita) og grænmynta (Mentha spicata) eru algengastar. Það eru mörg afbrigði komin út af þeim.
Myntur eru afskaplega lauslátar eins og áður kom fram, það liggur í sumum ættum plantna. Þær eiga auðvelt með að frjóvgast með ólíkum myntum af annari tegund.  T.d ef piparmynta fjóvgast með vatnamyntu er ekki víst að fræin verði frjó. 
Vatnamynta er villt mynta og vex á Íslandi,  og er mjög sjaldgæf og vex við hverasvæði á Vestfjörðum. Þegar hveragufan leggst yfir hana ilmar svæðið. Það er líklegt að ræktunarfólk fyrir áratugum síðan hafi borið hana til landsins fyrir friðun hverasvæðanna.
Myntur eru kryddjurtir, lækningarjurtir, notaðar í mat og drykki, ilmvötn, snyrtivörur, sælgæti, tannkrem og í tóbak.
Lækningareiginleikar mynturnar felast í að hún hjálpar til við meltinguna, er notuð við hausverk og auðvitað notuð í munnskol.

hrokkinmynta, sweat lemon og grænmynta

basilíkum mynta og grænmynta



basilíkummynta

Tælensk mynta


Notkun:
Mynta er tilvalin í te enda mikið notuð sem slík í arabískum löndum. Hún er notuð í sósur eins og tzatziki og í kryddsmjör. Einnig til að marinera kjöt og fisk.  Sem krydd í meðlæti eins og hrísgrjón, kurskus, kartöflur, salat og baunamauk (t.d grænar baunir). Mynta er fín í eftirrétti eins og piparmyntuís og súkkulaðikonfekt á ýmsu formi. Líka í hlaup og sultur og drykki t.d mojotio

Hér er uppskrift af jómfrúar mojoito
½  lime
1 msk sykur eða hrásykur
4 myntublöð (piparmynta)
¼ lítri sódavatn
Setjið lime bátana í stórt glas ásamt sykrinum og pressið allan safn úr með pinna eða skeið. Hrærið vel í þar til að sykurinn er uppleystur í safanum. Bætið svo myntunni við og pressið hana aðeins. Hellið svo sódavatninu yfir.

Tzatziki
250 gr. grísk jógúrt (má nota skyr)
1 búnt grænmynta eða 20-40 laufblöð
¼ gúrka
2-3 hvítlauksrif
Salt og pipar eftir smekk
Saxið myntuna smátt, rifið gúrku og hvítlauksrif niður. Hrærið öllu saman

Meðlæti á grillið, gulrætur með myntu
10 gulrætur hreinsaðar og skornar í jafnstóra bita
1 msk smjör
1 tsk eplaedik
Búnt mynta(basilmynta,hrokkinmynta, grænmynta), söxuð gróft
Salt og pipar
Allt sett inn í álpappírsböggull og grillað í 10 til 15 mín. Snúið einu sinni

Ræktun
Ef þú er byrjandi í ræktun er öruggasta leiðin að kaupa sér plöntu og setja hana annað hvort í beð eða ker. Vökva hana reglulega og klippa. Hún lifir bæði í sól og skugga en vex betur í sól. Flestar myntur mynda jarðrenglur, sem eru eins og stöngull ofan í jörðinni sem vex langsum ofarlega í moldinni. Með þessum stöngli skríður myntan áfram og stækkar stundum hratt. Þess vegna er ekki sniðugt að planta henni við hliðina á uppáhalds plöntunni þinni því myntan gæti kæft hana. Ef myntan dreifir sér of mikið er best að rífa upp renglurnar og slíta af.
Annars er hægt að fjölga myntu með afleggjurum, sem sé fá gefins plöntubút með rót. Eða taka stilk af og setja í vasa með vatni og bíða þar til að myndast rætur á stilkinn og þegar þær eru orðnar margar er tímabært að planta honum í mold í potti.
Eins og aðrar kryddjurtir hefur mynta gott að því að vera notuð og klift reglulega þar sem ný og ný skot myndast við klippingu. Þegar eða ef hún blómstar er hún mjög líklega orðin alltof sterk fyrir flesta að nota.
Góða myntu ræktunar skemmtun og nautn.

Heimildir:
Mynte et friks pust af Nielsen og Nielsen




19. júní 2014

Salat og kryddjurtir ÆÐI


Kryddjurtir,dill,koríander, kerfill
Graslaukur

Salat 
Þessi tími árs er frábær í matjurtagarðinum vegna þeirra gjafa sem eru í líki salats og kryddjurta. Sem er hægt að njóta á hverjum degi í ríkulegu mæli og gefur krydd í tilveruna.
Kryddjurtirnar gera einmitt salatið svo fjölbreytt og bráðnauðsynlegar í annan mat. Margar af kryddjurtunum eru líka frábærar í te með öðrum jurtum. Þar nota ég mest, myntu og sitrónumellisu. Ferskleikinn er ólýsanlegur. Þetta er algjörlega ósambærilegt við salat út úr búð.
Koríander
Basill
Sítrónumellisa

Af kryddjurtunum rækta ég, steinselju, salvíu, rósmarín, estragon, sítrónutimína, garðatimían, dill, koríander, margskonar myntu, sítrónumelissu, graslauk, basill og skessujurt. Það er um að gera að prófa sig áfram með þetta og sjá hvað virkar og hvað er gott á bragðið. Ég bætti yfirleitt einni nýrri kryddjurt í safnið á hverju ári. Kryddjurtir vaxa og verða stærri við að klippa af þeim. Fjölbreytileiki í  salati er líka mikill það er til alskonar mismundi salat í lögun lit og bragði.  Sumarið er salat og kryddjurta tími. Þetta er ótrúlega gaman.
Dill


Mynta sweat

8. júní 2014

Hugleiðsla og blómalitir

Ég er búin að reyna að hugleiða í mörg ár og reyndar stundum tekist, sem sé að fá hugarró með þeirri aðferð.  En ég segi eins er að ég veit voða lítið um þetta.  Ég er hins vegar mjög mikið til í að njóta árangursins af hugleiðslu. Þess vegna prufa ég mig áfram með þetta.  Í dag eftir ég talaði við mjög spaka konu sem talaði um að nota chakra liti til að ná að einbeita sér í hugleiðslunni. Þá fékk ég hugmynd. Þess vegna fór ég út í garð og bjó ég mér til þetta:

,






                                                         

                                                              Og það virkaði.

6. júní 2014

Sólblóm – Brosandi gleðigjafi

Væri ekki gaman að koma heim og fara út á svalir eða pall og sjá brosandi sólblóm horfandi á móti þér? Sólblóm eru heillandi plöntur sem hægt er að rækta á Íslandi. Þau eru gleðigjafi sem brosir til þín. En passið ykkur á þeim! Ef vel tekst til við fyrstu ræktunina á sólblómum frá fræi, þá er ekki víst að þú getir nokkurn tíman komist undan því verki að sá sólblómafræjum í pott að vori. Þú verður einfaldlega háð(ur) þeirri gleði sem það gefur að mæta mannhæðar háu blómi sem þú sjáf(ur) hefur sáð.
Þetta eru virkilega blóm með persónuleika, enda minnir blómið á andlit. Þau eru líka ótrúleg þar sem þetta eru einær sumarblóm og vaxtarhraðinn er gífurlegur. Það þýðir að þau vaxa frá pínulitlu fræi upp í jafnvel þriggja metra hæð eða meira. Flest eru þau á bilinu 1,3- 2 m þegar þau blómstra í ágúst til september.
Best er að forrækta þau inni á gluggasillu nema þú búir í mjög veðursælli sveit. Þetta er gert að vori,apríl til miðjan Júní. Hægt er að setja 1- 2 fræ í 10 cm stóran pott og 3 cm niður í moldina og vökva vel á eftir. Halda svo moldinni rakri meðan beðið er eftir spírun. Blómið spírar eftir 1-2 vikur. Potturinn má gjarnan vera staðsettur í suður glugga en mikilvægt er að vökva vel þar sem kímplönturnar eru mjög þyrstar. Þegar þær eru komnar með að minnsta kosti 5 laufblaða pör er kominn rétti tíminn til að setja plönturnar út, annað hvort í stórt ker eða skjólsælt sólríkt beð. Það er líka mikillvægt að vökva vel eftir að plantan er flutt. Þegar sólblómið er búið að ná rótum er ekki nauðsynlegt að vökva nema í miklum þurrkum eða ef kerið, sem plantað er í, er mjög lítið. Annars passar plantan sig nokkurnvegin sjálf. Ef það er hætta á miklu roki þannig að blóm geti fokið um koll er gott að binda þau við bambusspítu sem er stungið ofan í jörðina. Oftast eru stönglarnir þó svo sterkir að þeir þola dágóðan vind. Blómin sem verða til eru mjög mismunandi af stærð, lögun og jafnvel lit. Það finnast margar útgáfur af sólblómum, það eru meira að segja til rauð sólblóm, en þau eru oftast minni. Í kverkinni frá efstu laufblöðunum vaxa oft minni sólblóm sem gaman getur verið að tína í vendi. Ef maður er mjög heppin(n) með sumarið þá myndast fullþroska fræ sem hægt er tína og þurrka og sá að næsta vori, eða gefa fuglunum. Það er líka hægt að leika sér með ræktunina á sólblómum á ýmsan hátt: Sá þeim í hring svo krakkarnir geti falið sig inni í sólblómahringnum eða búa sér til heilan akur af sólblómum. Það er líka hægt að fara í keppni við nágranna og vini um hver ræktar hæsta sólblómið og gefa verðlaun.
Fræ er hægt að kaupa víða á netinu og í garðyrkjustöðvum.

Góða sólblóma ræktunar skemmtun

5. júní 2014

Sólblóma hugleiðing og reynsla

Sólblóm hafa lengi verið í uppáhaldi hjá mér og heilla mig. Ég get ekki látið vor líða hjá öðruvísi en að minnsta kosti að sá nokkrum fræum. Ég safna fræum á haustin og hef því alltaf nóg af fræum á vorin og spara þau ekki. Ég forækta þau inni í gróðurhúsi eða ég sái þeim beint í beð eða í lóðina. Þau sjálfsá sér líka í matjurtagarðinn, líklega með hjálp fugla. Sum vorin fer ég í keppni við sjálfa mig þá forsá ég 120 fræum svo ég geti verið vissum að geta plantað út 100 sólblómum. Næsta vorið þá eru það 130 svo ég geti plantað út 110 blómum. Sólblóm snúa hausnum/blóminu að sólinni. Þau eru líka ákafleg myndræn síðsumar eða á haustin þegar þau eru búin að blómstra því þá hanga þau með haus. Þegar fer að myrkra þá minna þau á fólk sem stendur og hreyfast aðeins í vindinum. Það hefur komið fyrir mig að halda að það stæði maður úti garði, en þá var það bara sólblóm. Ég hef reynt að safna mér sólblómafræi og hreinsa af skurnið til að borða en það er afskaplega seinlegt. Einhvervegin er þetta gert i iðnaðinum. Ef einhver veit hvernig þetta er hægt vil ég gjarnan vita það.












3. júní 2014

Yllir blóm og pönnukökur



Yllir er runni eða lítið tré sem blómstrar i júní og blómin eru hvítkremuð á litin. Á haustin myndast fjólublá vínrauð nærri svört ber. Blómin er hægt að borða á ýmsan hátt. Það er mjög algengt í Danmörku að búa til saft úr þeim.  Sem líka er hægt að kaupa í flestum matvöruverslunum.  Svo er líka hægt að nota þau í salat,kökur og fyllingu i grillaðan fisk. En það sem ég prufaði var að setja þau út í pönnukökudeig og eldri hjálparkokkurinn eldaði ljómandi góðar yllirpönnukökur.