11. desember 2015

Eikar hnetur



Undir Stóru eikartré sem er beint og breytt söng Vilhjálmur Vilhjálmsson einu sinni. Hvaða bull er þetta eiginlega.  Hann Vilhjálmur vissi greinilega ekki mikið um hvernig eikartré vaxa eða hvort þau vaxa yfir höfuð á Íslandi. Vegna þess að það eru ekki mikið af stórum eikartrjám á Íslandi. En af hverju er ég að skrifa þetta? Vegna þess að ég er búin að vera týna eikarhnetur hérna á Danmörku. Til þess að gera notað þær í eikarhnetu drykk. Þá væri nú gott að vita hvað er mikið til af eikartrjám á Íslandi. En það veit ég ekki nákvæmlega. Veit bara að þau eru að verða fleiri miðað við upplýsingar frá Skógræktinni. Líklega eru þau tré ekki stór þó að það finnist eitt og eitt gamalt hér og þar inni í görðum.
En nú skal ég segja ykkur frá því hvernig ég nýti eikarhneturnar.

Fyrst tíni ég þær, svo þurrka ég þær innivið í nokkrar vikur.
Tek þær næst úr skurninum og rista á pönnu til að ná brúnu himnunni af, svipað og maður gerir á hesilhnetum. Rúllaði þeim inni í viskustykki svo himnan fari af. Svo mala ég þær í kaffikvörn. Þar á eftir sýjaði ég þær í gengnum kaffifylltir þar sem ég helli sjóðandi vatni yfir þær nokkrum sinnum í röð. Þetta gerði ég til að ná tannínsýru úr þeim sem gerir þær bitrar. Eftir það þurrkaði ég þær í ofni. Í lokin malaði ég þær í kaffikvörnni í duft.
Ég hef komist að því í gegnum félagsmiðla hópa áhugafólk um sjálfbærni að eiknarhneturnar eru mjög mismunadi hvað varðar tannínsýru innihald. Sem þýðir að kannski var ég mjög heppin með þær hnetur sem ég tíndi og að þær væru með mjög lítið bitrar

Sjálfur drykkurinn saman stendur af  eftirfarandi hráefni

1 glas heit mjólk
3 tsk eikar hnetu duft
1 tsk flórsykur
 Hrært vel saman og bragðast nærri betur en kakó


8. desember 2015

Fjallagrös: NÝTING Á 18 VEGU


Nattúran er óendanleg uppspretta hráefnis í allt mögulegt fyrir okkur mannfólkið sem við látum ofan í okkur og læknum okkur með. En hún er líka uppspretta hugmynda, gleði og andlegrar næringar. Það er til flokkur plantna sem getur uppfyllt þessar þarfir okkar á að minnsta kosti 18 mismunadi vegu og það eru fléttur. Þið fáið lista yfir þessa 18 nýtingar möguleika sem ég hef fundið að fléttur hafa. En það er örugglega margt fleira sem þær eru notaðar í. Þið vitið kannski um átján nýtingar möguleika í viðbót?
Líklega þekktustu flétturnar eru fjallagrös sem heita á latínu Cetraria islandica og eru þar af leiðandi kennd við Ísland. Það eru þau ekki bara á latínu heldur líka á öðrum tungumálum eins og ensku“ icelandic moss“. Önnur þekkt flétta er hreindýramosi sem heitir á latínu Cladonia rangiferina . En fléttur eru hvorki mosi eða gras heldur flétta (mosi er frumstæð planta, þarf líffræðingurinn í mér endilega að koma að). Flétta er frábær uppfinning frá náttúrunnar hendi. Hún er nefnilega sambland eða samband svepps og þörungs eftir því hvernig maður vill orða það. Það er mjög sniðugur lífsmáti þar sem þau nýta eiginleika frá hvorri lífveru fyrir sig. Þörungurinn ljóstillífar og fær þannig orku úr sólinni og sveppurinn heldur í rakann og ver sig þannig gegn hörðu umhverfinu. Algjör snilld við erfiðar umhverfisaðstæður eins og í þurrkum og miklum hitasveiflum. Það er mikilvægt að setja sig inn í hvernig á að tína þessar plöntur. Aðalatriðið er það að ekki taka of mikið á einum stað og ekki þar sem er mengun ef maður ætlar að borða þær. Það er afskaplega hentugt að tína fléttur í rigningu og í bleytu því þá losna þær svo vel frá mosanum.

18 möguleikar að nýta fjallagrös

  1. FJALLAGRASAMJÓLK. Alveg sígildur gæðaréttur. Fjallagrös soðin með mjólk og hunangi
  1. FJALLAGRASABRAUÐ
Grösin eru mjög góð í brauð. Hér er ein uppskrift:
  • 2 handfylli haframjöl
  • 25 gr. ger
  • 2 handfylli fjallagrös sem eru lögð í bleyti í sjóðandi vatn
  • 400 gr.hveiti
  • Volgt vatn
  • Sesamfræ eftir smekk
  • Pínu salt
Hnoða saman. Láta hefast tvisvar sinnum og baka svo við 180 C í 50 mínútur.
  1. GRAUT. Grösin voru notuð áður fyrr sem mjöl sem þykkir grauta.
  1. MAT. Má nota á svipaðan hátt eins og austurlenska sveppi, í pottrétti og pasta.
  1. SEM MJÖL. Það gerði fátækt fólk í gamla daga þegar ekki var hægt að fá almennilegt mjöl á Íslandi. Það var notað í súpur, sósur, brauð og sem ýmis konar uppfylliefni í matargerð.
  1. TE. Svolítið biturt en mjög hollt og gott við eymsli í hálsi.
  1. Í SLÁTUR. Sérstaklega blóðmör.
  1. Í SULTUR. T.d krækiberjahlaup. http://islenskhollusta.is/index.php/is/ber/sultur-sub
  2. ÁFENGI. Í snafs sem er skemmtilega bragðvondur en lítur mjög vel út í flösku.
  1. Í LYF. Plantan er heilmikið rannsökuð. Meðal annars af Kristínu Ingólfsdóttur rektor Háskóla Íslands. Og notað í lyf meðal annars við bólgum í metingarvegi og hálsi.
  1. Í BAKSTRA á þurra húð eða við exemi.
  1. Í HÓSTASAFT
  1. Í HÁLSTÖFLUR
  1. SÁPUR / handgerðar sápur
  1. TIL AÐ LITA FÖT OG GARN. Íslenskur hárauður er einn af þeim litum sem fjallagrösin búa til. En þau geta líka litað gult http://ibn.is/jurtalitun/
  1. TIL SKREYTINGA. Blómaskreytingar og kransa. Kíkið bara kringum ykkur í blómabúðum.
  1. TIL AÐ SITJA Á. Mjúk og þægileg að sitja ásamt mosanum í berjamó. Það fylgir því ákveðin ró að sitja eða liggja á mosa/ fjallagrasa breiðu og skynja náttúruna með sem flestum skynfærum.
  1. TIL AÐ TEIKNA OG HANNA EFTIR. Uppspretta munstur hugmynda. Meðal annars á dúka og tehettur.

23. október 2015

Uppskera, ég þarf að koma öllu í hús fyrir veturinn

Ég er búin að vera á fullu seinustu daga að reyna taka það grænmeti upp úr jörðinni sem ekki þolir frost. Ég er líka búin að vera hugsa um uppskriftir og aðferðir sem ég ætla að nota á uppskeruna þannig að ég hafi matinn minn á hentugu, girnilegu og fjölbreyttu formi í vetur. Ég hef þurrkað heilan helling að jurtum bæði í te og sem krydd. Þannig að það eru meira og minna alltaf bunkar að jurtum á handklæði á borðstofuborðinu mínu. Fyrir utan alla myntu, sitronumellisu og salvíu vendina sem hanga úr loftunum til þurrknar. Í þeim efnum finnst mér ég nokkuð vel byrg. Svo er það sultugerðinn. Ég er svo heppin að ég er komin af miklu sultugerðarfólki og ætum og hef óstjórnlega gaman af því að búa til sultur. Núna eru komnar 2 hillur fullar af sultum í auka ískápinn. Það eru; stilkilsberja-, fífla-, plómu-, brómberja-, rababara- og rósarblaðasulta.  Ég er líka búin að sýra og sjóða svolítið í krukkur. Þar má nefna tómata , tómatsósu, ofnþurrkaðir tómatar, rósarknúppa og rauðrófur. Fyrir utan allt pestóið. Nýjast uppgötuin í pestó hráefni í ár er skjalflétta. Skjaldflétta er fallegt sumarblóm en hún er líka frábrær kryddjurt. Það er gaman að nota blómin í  salat en það er líka hægt að nota blöðin í pestó. Svo hef ég líka safnað fræinum til þurrkunar þar sem þau eru pínu sterk og geta komið í stað pipars.





Svo er allt það sem ég hef fryst niður, en það eru komnar 6 körfur af mat í frystikistunna. Það hefur mest megnis verið grænmeti sem ég hef létt soði og sett í poka Þar má nefna eitthvað sem kallast beðju/silfurblaðka á íslensku en á ensku swiss chard og dönsku bladbede. Það er grænmeti sem ég nota á svipaðan hátt og spinat er bara með svolítið þykkum stöngli. Svo er ég búin að frysta maís, baunir, blómkál, brokolí, kryddjurtir og vorlauk. Ég er líka með heilmikið af rababara og berjum í pokum. Kryddjurtirnar sumar hef ég sett í múffu form með góðri ólíuvuolíu og fryst svo þær eru tilbúnar tíl notkunar strax úr frystinum.
Lauk og hvítlauk þurrka ég vel og enn sem komið er geymi ég í taupokum og þurrum stað. Seinna meir sét ég þá örugglega ísskáp þegar líður á veturinn. Ég komst nefnilega að  því síðasta haust að þeir eiga það til að mygla og verða holir að innan. Því tími ég ekki.












 Enn sem komið er hef ég nóg pláss í ískápnum fyrir kartöflur og rófur. Annars fara þær í frauðkassa í frostfría kalda geymslu. Ég er reyndar ekki búin að taka allar kartöflurnar upp. Tunnu kartöflurnar eru enn úti en það eru heldur ekki búið að koma alvarlegt næturfrost hér í Danmörkinni. En síðast og ekki sísta geymslu aðferðin mín fyrir vetrarforðann er að nota frauðkassa með sandi. T.d fyrir rótar grænmeti og geyma þá svo í kaldri geymslu. Ég er svo heppin að í vinnunni minni hef ég aðgang að frauðkössum sem annars væri hent og þá fylli ég að sandi og stíng rauðrófum og gulrótum í. Það eru þó enn slatti að þeim úti í garði þar sem þær þola það. Svo eru líka kál, blaðlaukur og ætifífill( jordskok á dönsku) enn úti. Grænmeti sem þolir vel frost og snjó, sérstaklega grænkálið.
Þetta er mikill vinna en afskaplega skemmtileg








14. júlí 2015

Illgresið er að ná yfirhöndinni, því engin tími fyrir skrif

Ég hef engann tíma til að skrifa blog núna er svo mikið í garðinum og að tína mat út í náttúrunni.
En fann smá stund núna að setja inn nokkrar myndir úr garðinum minum og hinum görðunum

Grænkál
                                                      Sírenur í fallegri skál sem ég fékk af gjöf
Radísur í ýmsum litum

skjaldflétta

salat


maríustakkur

kartöflur

Hjartalöguð radíus kímblöð

Laukbeðið í einum garðinum

Kínakálið

Ég í útvarpsþættinum natursyn á p1 einni ríkisútvarps stöðinni

Fyrstu málsverður í fríinu mínu í garðinum , morugnfrýr í salatinu

Rauðrófublöð

17. júní 2015

Borðum illgresið

Borðum illgresið 
Á vorin eða snemma á sumrin áður en  nokkuð er farið að vaxa að ráði í matjurtargarðinum þá er tilvalið að fara út í náttúruna og finna sér eitthvað sem er hægt að nýta sér til matar. Og stundum nægir bara fara út í garð þar sem stundum eru viltar plöntur þar sem eru með forskot á grænmetið þar sem þær voru þarna frá fyrra sumri. Tvær af þeim plöntum eru brenninetla og fífill. Flesta hluta að fífillsins er hægt að nýta. Stöngullinn er sístur.  Hér koma nokkrar uppskriftir þar sem þær eru aðal hráefnið.






Fíflasulta 
Sultugerð fer oftast fram á haustin en þessa sultu er hægt að gera að vori. Hún gefur bæði sól í líkama og hjarta.
Tínið fíflahausa á stað sem þið eruð vissum að ekki sé nein mengun. Tínið einungis hausana en ekkert af staunglinum. Það þarf að minnsta kosti ½ haldapoka af fíflahausum.  Þvoið þá og  klippið gulu blöðin af eins og sést á myndinni, því það eru þau sem á að nýta. Setið í skál og hellið yfir sjóðandi vatn svo það fljóti rétt tæplega yfir fíflana. Látið þetta standa í að minnsta kosti í 5 klst og helst yfir nótt. Sýið fíflana frá morguninn eftir og mælið hversu mikið er af fíflateinu. Hlutföllin milli  hráefnana sjást hér að neðan.
3 bollar fífla te
4 ½  bollar Sykur
6 tsk Rautt Melatin
2 msk SÍtrónusafi
Blandið fiflateinu, melatininu og sítronusafanum saman og hitið að suðu. Bætið þá sykri í og látið sjóða i 1-2 minútur. Setið á sótthreinsaðar krukkur.



Djúpsteiktir fíflabotnar 
Áður en fífillinn blómstrar sést hann oft sem risa stór blaðkrans inni i beðum eða í grasflötum. Stundum er blómknuppurinn kominn upp eins og kúla en enginn gul blóm. Sama gildir um fifla sem eru slegnir. Þá er þetta bara blaðkrans sem er troðinn niður í grasið.  Hægt er nota alla hluta fífillsins eins og áður segir, rótina, blöðin, blómin og svo þykkasta hluta blaðanna sem umkringja stöngullinn . Það er eimitt það sem við gerum hér.    Þá skerum við neðsta hluta fífla blaðkransins alveg niður við grasflötina þar sem rótin endar en blöðin er ekki byrjuð . ­Það er líka hægt að taka heila fífla upp með rót ef maður er t.d að hreinsa þá úr grasflöt og skera rótina af og fremsta hluta blaðanna ( blað endan) , eða þann hluta blaðanna sem er grænn (sjá mynd). Það er sem er eftir og nýtt, er því  neðsti hlutinn af blöðunum sem er hvítur og hann þarf að hreinsa og þvo vel. Búið til pönnukökudeig og dýfið fiflabotnunum í  það. Djúpsteikið í olíu og látið olíuna renna af á eldhúsrúllu. Þetta henta vel sem meðlæti.
Pönnukökkudeig:
200 gr hveiti
2 Egg
6 dl mjólk
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
Olía til djúpsteikingar


Brenninetla í stað spínat 
Brenninetla er frekar hávaxin planta þegar hún er fullvaxin eða um meter. Hún er ekki algeng víða um land, en þar sem hún finnst er mikið af henni . Það er t.d í Reykjavik og Akureyri, í görðum eða við eyðibýli. Það er hægt að finna hana frá júní mánuði og fram eftir sumri.
Munið að vera í gúmmihönskum því hún stíngur ofboðslega.
Hana er hægt að tína og sjóða og nota sem spínat. Við suðuna eyðileggjast brennihárin, þess vegna er engin hætta á að stínga sig í munninum.  Sjóðið að minnsta kosti í 15 mín. Sýið vökvan frá. Hana er hægt að nota jafn óðum í eggjakökur, blanda í ferskt pasta, í brauð og bökur, kökur og ofnrétti. Svo er líka hægt að frysta hana og eiga til að skella í rétti við tækifæri. 

21. maí 2015

MATJURTAGARÐURINN SKIPULAGÐUR

Í dag er loksins sólardagur og því tilvalið að byrja á skipulagi fyrir vorið ef þú hefur hugsað þér að rækta matjurtir. Sumt þarf að forrækta því ekki seinna vænna að koma sér inn í hvað þarf fyrir hvaða plöntur. Þetta er tilvalið dundur á meðan beðið er eftir vorinu og gefur manni smá auka sól í hjartað.
  1. Það fyrsta er að skrifa óskalista yfir allt það sem mann langar til að rækta. Muna að taka eitthvað nýtt með á listann hvert ár,sem ekki hefur verið prufað áður.
  2. Skissa svo upp ræktunarsvæðið sem þú ætlar að nota. Það er hægt að hafa teikninguna í réttum stærðarhlutföllum ef þú hefur mælt allt nákvæmlega upp en er ekki nauðsynleg. Ef þú að ert fara af stað með þinn fyrsta matjurtagarð þá skaltu hafa í huga að hann þarf að vera á sólríkum stað. Það þarf að hafa stíga inni á teikninguna líka. Sumir matjurtagarðar eru skipulagðir þannig að þeir eru bara einu sinni stungnir upp og síðan ekki meir. Þá er líka passað upp á að stíga aldrei fæti inni í beðið. Þetta hefur þau áhrif að moldin er mjög laus í sér, sem í mörgum tilfellum gefur meiri uppskeru, sérstaklega af rótargrænmeti, þar sem þrengir ekkert að því.
  3. Svo þarf að skoða hversu mikið pláss hvert grænmeti þarf að hafa að lágmarki. Það stendur oft utan á fræpakkanum. Sömu upplýsingar er hægt að finna í bókum og á netinu. Það er líka til hellingur af ókeypis forritum og öppum á netinu sem hægt er að nota. Skissu- eða stílabók og litir bregðast hins vegar aldei og er mjög notaleg aðferð við þetta plan/teikningu.
  4. 4. Kaupa fræ. Hvort sem er á netinu eða í búð. Hafa þarf í huga að fræ geymast ekki að eilífu. Spírunarhæfni þeirra dalar talsvert eða hverju árinu sem líður. Þetta er þó mjög mismunandi eftir tegundum. Þannig að þú skalt ekki reikna með því að geta bara geymt restina af fræjunum sem þú notar ekki, til næsta árs. Það er happdrætti hvort það virkar. Aftan á mörgum fræpokum stendur oft spírunarprósentan á viðkomandi fræi. Hún er oft 75-85%. Það eru ekki öll fræ lífvænleg.
  5. 5. Endurmeta þarf hvort allar tegundirnar á listanum komist fyrir miðað við plássið í garðinum og kannski með fyrri reynslu af ræktun í huga, eða það sem maður hefur lesið á netinu og í bókum. Plássið þarf líka að endurmeta ef notaðar eru forræktaðar plöntur eða þær keyptar stórar.
  6. Setja sig inn í hvernig hver tegund fyrir sig er sáð, í dýpt og hvenær. Einnig hver ræktunarskilyrðin eru. Sumar plöntur þurfa mikla sól, skjól eða lágmarkshitastig. Oft er hægt að nota þá þumalputtareglu, að því stærra sem fræið er, þeim mun lengra niður í jörðina á það að fara. Oft hættir okkur til að sá of djúpt. Það sem fræ þurfa á að halda til að spíra er vatn, hiti og ljós. Ef ljósið er of langt í burtu þá geta þau drepist.
  7. Svo er bara að byrja þegar vorið kemur og hitastigið hækkar. Taka skissuna fram og sá eins og þú eigir lífið að leysa. Þó að það hafi verið gert plan má alveg merkja sáðraðirnar. Það er gaman að gera það með fallegum handgerðum skiltum. Gæti líka hjálpað ef teikningin hefur ekki verið mjög nákvæm.
Það er svo áhugavert að geyma teikninguna til næsta árs og þannig læra af ræktunarreynslunni. Það kemur sér líka að góðum notum ef maður stundar skiptiræktun svo að plöntusjúkdómar safnist ekki fyrir í matjurtagarðinum.

24. janúar 2015

Sjálfbær með ávexti og grænmeti í heilt ár

Sjálfbær með grænmeti og ávextum í heilt ár.
Ég hef ákveðið að kasta mér út í verkefni, rannsókn, lífsstíls breytingu eða hvað maður nú kallar það. Tilraunin byrjar þann 1. Mars 2015 og er í heilt ár. Ég mun einungis borða ávexti og grænmeti sem ég hef ræktað sjálf eða sem fundið í náttúrunni. En út á hvað gengur þetta?




  Sjálfbærni, samfélagið (t.d við nágrana), umhverfimál og svo er þetta persónuleg áskorun. Fólkinu fjölgar hér á jörðinni og það safnast að í borgunum. Grænmetis- og ávaxtaræktun nútímans er knúin með eldsneyti í stórum stíl og síðan eru matvælin flut um heiminn með bílum og flugvélum.  Það er enginn möguleiki í mín augum að þetta geti gengið upp til framtíðar. Þess vegna ætla ég að reyna gera eitthvað í því, miðað við mínar aðstæður miða við þar sem ég bý hér og nú. Án þess að kaupa land, flytja, segja upp vinnunni minni, eða að fjárfesta í of mörgum hlutum( nokkrum fræum, verkfærum og gróðurhúsi). Í framtíðinni þegar við getum ekki lengur notað olíu og bensín lengur til að flytja ávexti og grænmeti um allan heim, meðal annars vegna þess að það skapar of mikið af gróðurhúsalofttegundum. Þá er hægt að nota þessa tilraun mína og gögn um hvernig ég bar mig að með sjálfbærni. Sem sé hversu sjálfbær, ég get verið í úthverfi borgar með ávexti og grænmeti Og hvað fer mikill tími í þetta. Veður þetta einhver fornaldar matur sem ég borða og hversu erfitt verður þetta? Tilgangur verkefnisins er ekki betri heilsa eða mataræði. (Þó að það gæti orðið auka bónus). Það mun heldur ekki verða efnahagslegur sparnaður við þetta. Ég mun að öllum líkindum ekki spara mikinn penning.
Ég og heimili mitt munum bara borða ávexti og grænmeti í eitt ár sem ég rækta sjálf eða finn úti í náttúrunni (eða stela frá vinum og nágrönnum). Þegar ég segi heimili mitt þá þýðir það að stelpur mínar 2 Ísafold og Laufey, borða mitt sjálfrætaða grænmeti og ávexti þegar þær eru hjá mér. Helminginn af tímanum eru þær hjá pabba sínum. Þetta gildir einnig fyrir gesti mína. En hvað er svo ávextir og grænmeti? Ég hef ákveðið að skilgreina það á sama hátt og kokkarnir gera það. Eins og matreiðlsubækurnar túlka þetta.Þ.e. salat, gúrka, tómatur,gulrót, avokató, kartafla, engifer, rauðrófa, ólíva, maís, rófa, kál, spínat, baunir, epli, pera, kisuber, ananas o.s.fr.v. En korn er sem sé ekki grænmeti og þess vegna eru: hrísgrjón, hveiti, haframjöl og bygg og lítil fræ  leyfileg að borða. Það sem er líka bannað er t.d: krydd, kaffi, súkkulaði, sinnep, bananar, sítrónur, niðursoðnir tómatar, steiktur laukur, remúlaði, salat, avókadó, agúrka, sulta og hnetur. Einu undantekningarnar eru sykur og olíu. Ég leyfi sykur og olíu, svo að verkefni sé raunsætt mataræðislega séð og ræktunarlega séð. Ég mun neita mér um nóg, eins og kaffi og súkkulaði og þá er ekki við bætandi að sleppa sykri. Það er líka nokkuð vonlaust að rækta plöntur eins og sykurrófur og repja (gulu akranir á vorin) til að búa sér til nóg sykur og olíu.
Þess vegna vantar mér meira land til ræktunar. Ég þarf þess vegna að komast yfir fleiri garða í nágreini mínu hérna í Islev hverfinu í Rødovre rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Þannig getur fólk loksins komið í verk að fá matjurtagarð í stað grasflatar. Ég sé um alla vinnuna og garðeigandin fær 1 grænmetispoka á viku allt sumarið og losnar við garðslátt þar sem það er næstum ekkert gras eftir í garðinu.
Ég mun líka rækta innandyra það sem vex ekki nógu vel við danskar aðstæður, eins og krydd og suðrænir ávextir og verða þá gluggakisturnar troðfullar að suðrænum kryddjurtum eins og engifer, appelsínum, turmerik , chili og kannski pipar. Eina undantekningin sem ég geri á að kaupa ávexti eða grænmeti er að ég kaupa það í ræktun eins og fræ til ræktunar. Ég má líka fara út að borða. En bara eins og ég gerði áður og það verður allt að vera skráð. Sem þýðir svona um það bil 10- 15 sinnum á ári. Ég mun heldur ekki segja nei við því ef vinir mínir og fjölskylda gefa 5 sítrónur í gafir í stað annara gjafa. En það er ekki eitthvað sem ég hvet til. Aðalaatriðið er að ég get ekki eytt neinum peningum í að kaupa ávexti og grænmeti til matar.  Í byrjun verkefnisins er mér leyfilegt að nota það grænmeti sem ég hef sjálf rætkað í fyrra og frosið niður og þurrkað, svo ég hafi nú eitthvað grænt í byrjun mars. Það er aðalega þurrkað grænt te, kryddjurtir, jurtir í olíu í frysti, rauðrófur,gulrætur og ætifífill grafinn í sand í frauðkassa inni í bílskúr.
Allt ferlið verður svo skráð í margs konar vegu. Einkum hversu miklum tíma ég eyði í það. Meðal annars á vefsíður mínar sem heita  www.gronmariabirna.dk  eða www.mariustakkur.is þegar þær eru komnar í gang. Annars nota ég www.gronmariabirna.blogspot.dk  og www.mariustakkur.blogspot.com. Ég mun einnig pósta á hverjum degi það sem ég borða og setja á instagram. Uppskriftir mun ég ekki gefa upp eða skrifa um nema fólk biðji sérstaklega um það. Matar myndirnar eiga bara að sýna hvað ég er að borða og hverning það það breytast með árstíðunum. Þetta reynir á uppfinninarsemi og hversu úrræða góð ég er í eldhúsinu.
Þar fyrir utan eru ég líka með 2 önnur græn verkefni í gangi sem fjalla um borgarbúskap og ferðir með  náttúrleiðsögn.
En meira um það seina eða kíkið á vefsíðunna.
Svo eru líka 2 facebook síður

14. janúar 2015

60 ára náttúrunandi og útivistarsnillingur

Ég skrifa þennan texta í dag til heiðurs konu sem hefur skift mig öllu máli í lífinu. Hún hefur verið nefnd og kölluð ýmislegt. Meðal annars Geirþrúður, mamma, Unnur, systir, amma,eiginkona, frænka  og Teisa. Hún er 60 ára í dag. HÚRRA. 

Mig langar aðeins að lýsa henni og sýna þakklæti mitt yfir því að það er nákvæmlega hún sem er mamma mín. Hún er ein af þeim sem hefur gefið mér plöntu áhugan og sköpunargleðina. Hún hefur kennt mér það, að það er gott að fara út í náttúruna og njóta hennar. Hvort sem það er göngutúr á ströndinni, tína ber upp í Selgili, veiða, eða fara í fjallgöngur. Það er líka hún sem hefur sýnt mér að það er til allveg ótrúlega mikið af fallegum efnivið í náttúrunni sem er hægt að skapa úr, hvort sem maður býr til mosahús, tínir fífuvönd, tínir greinar í kransagerð eða bara pressar blóm á kerti. Það er bara hugmyndaflugið sem setur takmörkin. Og um að gera að láta það flúga hátt.Þessi sköpunargleði er reyndar ekki bara tengd við náttúrunna í hennar tilfelli eins og þeir vita sem þekkja hana. Fatnaður og myndir á alla mögulega kannta og úr öllu mögulega hráefni hefur hún skapað og búið til eins og ekkert sé. Okkur hinum til skemmtunar og ánægju.

Hún hefur búið á mörgum stöðum yfir ævina og átt nokkur húsin með tilheyrandi görðum. Þessir garðar hafa verið hennar verk (með diggri aðstoð eiginmanna). Hver annar en móðir mín lætur sér detta í hug að bera hvert tonnið af grjóti á fætur öðrum til fá einstaka hellulögn í garðinn sem finnst hvergi annarstaðar. Svo hefur hún alltaf haft trú á að það sé hægt að rækta allt mögulegt. Hún prufar það bara og ótrúlega margt sem hefur vaxið og dafnað hjá henni sem enginn hefði trúað að gæti vaxið. Við fjölskyldan notið góðs af.  Svona gefum við hlutina áfram mann af manni, hún hefur erft þetta frá ömmu Maríu samanber http://gronmariabirna.blogspot.dk/2014/04/dmmehaven-signe-wenneberg.html

Aftur sama hugsjónin af hverju að takamarka sig ef maður getur það sem manni dettur í hug og helst að setja alla sálina í það.
Hún gaf mér líka þann eiginleika að vilja lifa lífinu út. Ef lífið á að vera gott þá gerir maður hluti út. Það er ekkert verið að ræða það heldur hlutirnir bara framkvæmdir. Ég man ekki til þess að hafa nokkur tíma séð móður mín synda í innisundlaug. Maður eyðir bara slatta af tíma út og helst við hreyfa sig hvort sem það er sund, fjallganga, garðyrkja, berjatínsla, kröfuganga (varð að koma pólitíkinni að) eða golf. Annars verður maður bara eins og gamall boginn karl sem getur ekki rétt úr sér, sem staulast áfram.

Elsku mamma mín til hamingju með afmælið