17. júní 2015

Borðum illgresið

Borðum illgresið 
Á vorin eða snemma á sumrin áður en  nokkuð er farið að vaxa að ráði í matjurtargarðinum þá er tilvalið að fara út í náttúruna og finna sér eitthvað sem er hægt að nýta sér til matar. Og stundum nægir bara fara út í garð þar sem stundum eru viltar plöntur þar sem eru með forskot á grænmetið þar sem þær voru þarna frá fyrra sumri. Tvær af þeim plöntum eru brenninetla og fífill. Flesta hluta að fífillsins er hægt að nýta. Stöngullinn er sístur.  Hér koma nokkrar uppskriftir þar sem þær eru aðal hráefnið.






Fíflasulta 
Sultugerð fer oftast fram á haustin en þessa sultu er hægt að gera að vori. Hún gefur bæði sól í líkama og hjarta.
Tínið fíflahausa á stað sem þið eruð vissum að ekki sé nein mengun. Tínið einungis hausana en ekkert af staunglinum. Það þarf að minnsta kosti ½ haldapoka af fíflahausum.  Þvoið þá og  klippið gulu blöðin af eins og sést á myndinni, því það eru þau sem á að nýta. Setið í skál og hellið yfir sjóðandi vatn svo það fljóti rétt tæplega yfir fíflana. Látið þetta standa í að minnsta kosti í 5 klst og helst yfir nótt. Sýið fíflana frá morguninn eftir og mælið hversu mikið er af fíflateinu. Hlutföllin milli  hráefnana sjást hér að neðan.
3 bollar fífla te
4 ½  bollar Sykur
6 tsk Rautt Melatin
2 msk SÍtrónusafi
Blandið fiflateinu, melatininu og sítronusafanum saman og hitið að suðu. Bætið þá sykri í og látið sjóða i 1-2 minútur. Setið á sótthreinsaðar krukkur.



Djúpsteiktir fíflabotnar 
Áður en fífillinn blómstrar sést hann oft sem risa stór blaðkrans inni i beðum eða í grasflötum. Stundum er blómknuppurinn kominn upp eins og kúla en enginn gul blóm. Sama gildir um fifla sem eru slegnir. Þá er þetta bara blaðkrans sem er troðinn niður í grasið.  Hægt er nota alla hluta fífillsins eins og áður segir, rótina, blöðin, blómin og svo þykkasta hluta blaðanna sem umkringja stöngullinn . Það er eimitt það sem við gerum hér.    Þá skerum við neðsta hluta fífla blaðkransins alveg niður við grasflötina þar sem rótin endar en blöðin er ekki byrjuð . ­Það er líka hægt að taka heila fífla upp með rót ef maður er t.d að hreinsa þá úr grasflöt og skera rótina af og fremsta hluta blaðanna ( blað endan) , eða þann hluta blaðanna sem er grænn (sjá mynd). Það er sem er eftir og nýtt, er því  neðsti hlutinn af blöðunum sem er hvítur og hann þarf að hreinsa og þvo vel. Búið til pönnukökudeig og dýfið fiflabotnunum í  það. Djúpsteikið í olíu og látið olíuna renna af á eldhúsrúllu. Þetta henta vel sem meðlæti.
Pönnukökkudeig:
200 gr hveiti
2 Egg
6 dl mjólk
1/2 tsk salt
1 tsk lyftiduft
Olía til djúpsteikingar


Brenninetla í stað spínat 
Brenninetla er frekar hávaxin planta þegar hún er fullvaxin eða um meter. Hún er ekki algeng víða um land, en þar sem hún finnst er mikið af henni . Það er t.d í Reykjavik og Akureyri, í görðum eða við eyðibýli. Það er hægt að finna hana frá júní mánuði og fram eftir sumri.
Munið að vera í gúmmihönskum því hún stíngur ofboðslega.
Hana er hægt að tína og sjóða og nota sem spínat. Við suðuna eyðileggjast brennihárin, þess vegna er engin hætta á að stínga sig í munninum.  Sjóðið að minnsta kosti í 15 mín. Sýið vökvan frá. Hana er hægt að nota jafn óðum í eggjakökur, blanda í ferskt pasta, í brauð og bökur, kökur og ofnrétti. Svo er líka hægt að frysta hana og eiga til að skella í rétti við tækifæri. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli