14. janúar 2015

60 ára náttúrunandi og útivistarsnillingur

Ég skrifa þennan texta í dag til heiðurs konu sem hefur skift mig öllu máli í lífinu. Hún hefur verið nefnd og kölluð ýmislegt. Meðal annars Geirþrúður, mamma, Unnur, systir, amma,eiginkona, frænka  og Teisa. Hún er 60 ára í dag. HÚRRA. 

Mig langar aðeins að lýsa henni og sýna þakklæti mitt yfir því að það er nákvæmlega hún sem er mamma mín. Hún er ein af þeim sem hefur gefið mér plöntu áhugan og sköpunargleðina. Hún hefur kennt mér það, að það er gott að fara út í náttúruna og njóta hennar. Hvort sem það er göngutúr á ströndinni, tína ber upp í Selgili, veiða, eða fara í fjallgöngur. Það er líka hún sem hefur sýnt mér að það er til allveg ótrúlega mikið af fallegum efnivið í náttúrunni sem er hægt að skapa úr, hvort sem maður býr til mosahús, tínir fífuvönd, tínir greinar í kransagerð eða bara pressar blóm á kerti. Það er bara hugmyndaflugið sem setur takmörkin. Og um að gera að láta það flúga hátt.Þessi sköpunargleði er reyndar ekki bara tengd við náttúrunna í hennar tilfelli eins og þeir vita sem þekkja hana. Fatnaður og myndir á alla mögulega kannta og úr öllu mögulega hráefni hefur hún skapað og búið til eins og ekkert sé. Okkur hinum til skemmtunar og ánægju.

Hún hefur búið á mörgum stöðum yfir ævina og átt nokkur húsin með tilheyrandi görðum. Þessir garðar hafa verið hennar verk (með diggri aðstoð eiginmanna). Hver annar en móðir mín lætur sér detta í hug að bera hvert tonnið af grjóti á fætur öðrum til fá einstaka hellulögn í garðinn sem finnst hvergi annarstaðar. Svo hefur hún alltaf haft trú á að það sé hægt að rækta allt mögulegt. Hún prufar það bara og ótrúlega margt sem hefur vaxið og dafnað hjá henni sem enginn hefði trúað að gæti vaxið. Við fjölskyldan notið góðs af.  Svona gefum við hlutina áfram mann af manni, hún hefur erft þetta frá ömmu Maríu samanber http://gronmariabirna.blogspot.dk/2014/04/dmmehaven-signe-wenneberg.html

Aftur sama hugsjónin af hverju að takamarka sig ef maður getur það sem manni dettur í hug og helst að setja alla sálina í það.
Hún gaf mér líka þann eiginleika að vilja lifa lífinu út. Ef lífið á að vera gott þá gerir maður hluti út. Það er ekkert verið að ræða það heldur hlutirnir bara framkvæmdir. Ég man ekki til þess að hafa nokkur tíma séð móður mín synda í innisundlaug. Maður eyðir bara slatta af tíma út og helst við hreyfa sig hvort sem það er sund, fjallganga, garðyrkja, berjatínsla, kröfuganga (varð að koma pólitíkinni að) eða golf. Annars verður maður bara eins og gamall boginn karl sem getur ekki rétt úr sér, sem staulast áfram.

Elsku mamma mín til hamingju með afmælið


Engin ummæli:

Skrifa ummæli