24. janúar 2015

Sjálfbær með ávexti og grænmeti í heilt ár

Sjálfbær með grænmeti og ávextum í heilt ár.
Ég hef ákveðið að kasta mér út í verkefni, rannsókn, lífsstíls breytingu eða hvað maður nú kallar það. Tilraunin byrjar þann 1. Mars 2015 og er í heilt ár. Ég mun einungis borða ávexti og grænmeti sem ég hef ræktað sjálf eða sem fundið í náttúrunni. En út á hvað gengur þetta?




  Sjálfbærni, samfélagið (t.d við nágrana), umhverfimál og svo er þetta persónuleg áskorun. Fólkinu fjölgar hér á jörðinni og það safnast að í borgunum. Grænmetis- og ávaxtaræktun nútímans er knúin með eldsneyti í stórum stíl og síðan eru matvælin flut um heiminn með bílum og flugvélum.  Það er enginn möguleiki í mín augum að þetta geti gengið upp til framtíðar. Þess vegna ætla ég að reyna gera eitthvað í því, miðað við mínar aðstæður miða við þar sem ég bý hér og nú. Án þess að kaupa land, flytja, segja upp vinnunni minni, eða að fjárfesta í of mörgum hlutum( nokkrum fræum, verkfærum og gróðurhúsi). Í framtíðinni þegar við getum ekki lengur notað olíu og bensín lengur til að flytja ávexti og grænmeti um allan heim, meðal annars vegna þess að það skapar of mikið af gróðurhúsalofttegundum. Þá er hægt að nota þessa tilraun mína og gögn um hvernig ég bar mig að með sjálfbærni. Sem sé hversu sjálfbær, ég get verið í úthverfi borgar með ávexti og grænmeti Og hvað fer mikill tími í þetta. Veður þetta einhver fornaldar matur sem ég borða og hversu erfitt verður þetta? Tilgangur verkefnisins er ekki betri heilsa eða mataræði. (Þó að það gæti orðið auka bónus). Það mun heldur ekki verða efnahagslegur sparnaður við þetta. Ég mun að öllum líkindum ekki spara mikinn penning.
Ég og heimili mitt munum bara borða ávexti og grænmeti í eitt ár sem ég rækta sjálf eða finn úti í náttúrunni (eða stela frá vinum og nágrönnum). Þegar ég segi heimili mitt þá þýðir það að stelpur mínar 2 Ísafold og Laufey, borða mitt sjálfrætaða grænmeti og ávexti þegar þær eru hjá mér. Helminginn af tímanum eru þær hjá pabba sínum. Þetta gildir einnig fyrir gesti mína. En hvað er svo ávextir og grænmeti? Ég hef ákveðið að skilgreina það á sama hátt og kokkarnir gera það. Eins og matreiðlsubækurnar túlka þetta.Þ.e. salat, gúrka, tómatur,gulrót, avokató, kartafla, engifer, rauðrófa, ólíva, maís, rófa, kál, spínat, baunir, epli, pera, kisuber, ananas o.s.fr.v. En korn er sem sé ekki grænmeti og þess vegna eru: hrísgrjón, hveiti, haframjöl og bygg og lítil fræ  leyfileg að borða. Það sem er líka bannað er t.d: krydd, kaffi, súkkulaði, sinnep, bananar, sítrónur, niðursoðnir tómatar, steiktur laukur, remúlaði, salat, avókadó, agúrka, sulta og hnetur. Einu undantekningarnar eru sykur og olíu. Ég leyfi sykur og olíu, svo að verkefni sé raunsætt mataræðislega séð og ræktunarlega séð. Ég mun neita mér um nóg, eins og kaffi og súkkulaði og þá er ekki við bætandi að sleppa sykri. Það er líka nokkuð vonlaust að rækta plöntur eins og sykurrófur og repja (gulu akranir á vorin) til að búa sér til nóg sykur og olíu.
Þess vegna vantar mér meira land til ræktunar. Ég þarf þess vegna að komast yfir fleiri garða í nágreini mínu hérna í Islev hverfinu í Rødovre rétt fyrir utan Kaupmannahöfn. Þannig getur fólk loksins komið í verk að fá matjurtagarð í stað grasflatar. Ég sé um alla vinnuna og garðeigandin fær 1 grænmetispoka á viku allt sumarið og losnar við garðslátt þar sem það er næstum ekkert gras eftir í garðinu.
Ég mun líka rækta innandyra það sem vex ekki nógu vel við danskar aðstæður, eins og krydd og suðrænir ávextir og verða þá gluggakisturnar troðfullar að suðrænum kryddjurtum eins og engifer, appelsínum, turmerik , chili og kannski pipar. Eina undantekningin sem ég geri á að kaupa ávexti eða grænmeti er að ég kaupa það í ræktun eins og fræ til ræktunar. Ég má líka fara út að borða. En bara eins og ég gerði áður og það verður allt að vera skráð. Sem þýðir svona um það bil 10- 15 sinnum á ári. Ég mun heldur ekki segja nei við því ef vinir mínir og fjölskylda gefa 5 sítrónur í gafir í stað annara gjafa. En það er ekki eitthvað sem ég hvet til. Aðalaatriðið er að ég get ekki eytt neinum peningum í að kaupa ávexti og grænmeti til matar.  Í byrjun verkefnisins er mér leyfilegt að nota það grænmeti sem ég hef sjálf rætkað í fyrra og frosið niður og þurrkað, svo ég hafi nú eitthvað grænt í byrjun mars. Það er aðalega þurrkað grænt te, kryddjurtir, jurtir í olíu í frysti, rauðrófur,gulrætur og ætifífill grafinn í sand í frauðkassa inni í bílskúr.
Allt ferlið verður svo skráð í margs konar vegu. Einkum hversu miklum tíma ég eyði í það. Meðal annars á vefsíður mínar sem heita  www.gronmariabirna.dk  eða www.mariustakkur.is þegar þær eru komnar í gang. Annars nota ég www.gronmariabirna.blogspot.dk  og www.mariustakkur.blogspot.com. Ég mun einnig pósta á hverjum degi það sem ég borða og setja á instagram. Uppskriftir mun ég ekki gefa upp eða skrifa um nema fólk biðji sérstaklega um það. Matar myndirnar eiga bara að sýna hvað ég er að borða og hverning það það breytast með árstíðunum. Þetta reynir á uppfinninarsemi og hversu úrræða góð ég er í eldhúsinu.
Þar fyrir utan eru ég líka með 2 önnur græn verkefni í gangi sem fjalla um borgarbúskap og ferðir með  náttúrleiðsögn.
En meira um það seina eða kíkið á vefsíðunna.
Svo eru líka 2 facebook síður

Engin ummæli:

Skrifa ummæli