Ég var á landvarðar námskeiði í vetur. Þetta var óendaleg mikill skemmtun og gleði fyrir mig. Þar fyrir utan fékk ég ýmis verkfæri sem ég get notað til miðla náttúrinni til annara og vekja aðra til umhugsunar um hana. Þetta gaf mér ástæðu til að fara miðla náttúruna til annara svo ég ákvað að kasta mér út að bjóða upp á ferðir með náttúruleiðsögn. Mitt áherslu svið eru blóm og plöntur. Þó er mögulegt að fara út fyrir það efnissvið.
Nú nýlega fór ég í eina ferð. Sú ferð var sérhönnuð fyrir vinnufélaga mína, lífeindafræðingana í DNA hópnum á Herlev spítala hér í Danmörku þar sem ég bý. Við skoðuðum nánasta umhverfi í kringum sjúkahúsið. Sem hefur stóra lóð þar sem leynist ýmislegt, felustaðir, falleg blóm og mjög mikill fjölbreytileiki í plöntum. Myndirnar hér fyrir neðan eru úr þeirri ferð. Við vorum heppnar með veður, sólin skein og við endum með að leika okkur svolítð með blómin.
Hér eftir mun ég bjóða upp á ýmsar aðrar ferðir. Þar sem ég leiðbeini, fræði og náttúrutúlka. Ég flétta inn í ferðirnar leiki og afslöppun. Það er bæði hægt að fá sérhannaðar ferðir eftir áhugasviði eða vegna þess að einhver staður vekur áhuga. Ég býð líka upp á ferðir sem ég er búin að ákveða þema ferðarinnar. Hér fyrir neðan sjáið þið þær ferðir
- Barnaferðir þar sem áhersla er lögð á risaeðuplöntur og gerðar tilraunir með náttúruna
- Stelpnaferð þar sem blómin eru skoðuð, tínd í vendi og búnir til kransar
- Skógarferð þar sem skoðaðar eru plöntur sem hægt er að borða
- Plöntur og hvað þær voru notaðar í gamla daga
- Viltu læra að þekkja viltar plöntur. Fyrir byrjendur. Kerfi aðferðir og smáatriði sem auðvelda
- Notaðu náttúruna til hugleiðslu, skerpa innsæið og andlegur innblástur
- Skyjunar- og ilmferðir
- Garðaferð í Kaupmannahöfn. 3 garðar skoðaðir í miðborginni
- Faldir garðar í Kaupmannnahöfn
- Viltar plöntur týndar fyrir steinaldar mataræði
Stuttar ferðir eru 45 mínútur - 1 klukkustund að lengt. Lengri ferðir eru allt að 4 klukkustundir.
Ferðirnar fara fram hérna í Danmörku þar sem ég bý. Ég vil gjaran vera með ferðir á Íslandi ef ég á erindi þangað í öðrum erindum. Þvi er hægt að fylgjast með hérna á heimasíðunni og sérstaklega á facebook síðunni https://www.facebook.com/Mariustakkur . 3 tungumál eru í boði, íslenska, danska og enska, en einungis 1 í hverri ferð.
Annars er hægt að hafa samband við mig á netfanginu mariabirnaarnardottir@gmail.com eða í síma 45 20668573
Engin ummæli:
Skrifa ummæli