12. október 2014

Humall

Humall er klifurplanta sem getur vaxið allt að 6 metra upp reipi, gridverk eða vírnet. Á latínu heitir plantan Humulus lupulus sem skýrir hvaðan íslenska nafnið kemur. Kvenplönturnar mynda köngull útlýtandi blóm sem innihelda efnið lupulin. Það er bragðefnið sem hefur gert þessa plöntu að kryddplöntu sem notuð hefur verið í árhundriði í bjór eða mjöðurgerð. Það eru til ótal mismunandi gerðir af humli sem gefa mismunandi brögð. Jæja þá er ég búin að romsa upp helling af staðreyndum. Nú að því sem fékk mig til að hugsa um þessa plöntu. Já ég sé hana daglega á hjólferðum mínum í og úr vinnunni á grindverki við garð einn hér í götunni. JÁ , kvennaldinin eru falleg finnst mér eins og sést á meðfylgandi mynd. Svo ég laumaðist til taka nokkur stykki. Já þau ilma. Ég ætla að þurrka þau og sjá hvort ég get ekki notað þetta í eitthvað. Nei ég ætla ekki að fara brugga bjór. Sem minnir þig á að ég hef séð sjónvarpsþátt um bjórgerð þar sem bruggarnir taka risa poka upp úr frystinium af humli vegna þess að við þurrkun heldur hann ekki bragð gæðunum sínum.
Ég var líka að pæla í orðinu. Við notum þetta á aðrar plöntur eins vallhumall. Þess vegna flétti ég aðeins upp i gömlum bókum. Jú viti menn í Grasnytjum stendur um vallhumall :








Fyrir þá sem skilja ekki svona skrift þá stendur: Nokrir meðal Svía bruka hana í humals stað til ölgerðar, og segia menn það verði áfengt.
Í því samheingi má lika nefna að mjaðurjurt heitir líka mjaðjurt vegna þess að hún var notuð í mjöð sem krydd líkt og humall er núna notaður í bjór.


Svo stendur líka í annari bók að humall sé aðallega notaður í ölgerð.  Á ræktuanarstaðnum er hann líka settur í salat. Stönglar og blóm soðin í olíu og sítrónusafa, bragðist vel. Önnur kryddbók segir; notaður í ölgerð frá miðöldum. En fyrir þann tíma í lækningaseyði og að humalte sé gott fyrir svefninn.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli