Á haustin fer ég oft að taka meira eftir laufblöðunum út af því þau skipta um lit. Laufblöð geta haft óteljandi form, yfirborð og áferð. Oftast eru þau græn en stundum koma alls konar litir líka fram og sumar plöntur eru bara fallegar vegna laufblaðanna. Sum eru þykk, önnur fíngerð enn önnur rúlla sér alveg upp og eru með vaxhúð yfir sér. Það eru sígrænu greninálarnar. Þetta er þeirra aðlögun að kulda svo að trén geti líka verið græn á veturna. Sum eru tennt, sum eru risastór og enn önnur eru kringlótt. Það eru til laufblöð með áberandi æðar sem verða sérstaklega falleg í haustlitunum. Laufblöðin eru sú verksmiðja eða framleiðslueinningar sem heldur lífi í okkur hérna á jörðinni. Þau framleiða súrefni handa okkur. Það er ég þakklát fyrir. Ljóstillífunin er heil saga útaf fyrir sig sem við heyrum oft um í líffræðitímunum í skólunum.
Í gleði minni yfir laufblöðunum tók ég helling af myndum af þeim og ætla ég að deila með ykkur
|
Kúrbíts blað |
|
mynta |
|
Maríustakkur |
|
salat |
|
skjaldflétta |
|
Pære |
|
Vallhumall |
|
grasker |
|
Salvía |
|
mura |
|
beiki |
Enn fleiri myndir líka
http://www.pinterest.com/MariaBirna/leafs-l%C3%B8v-laufbl%C3%B6%C3%B0/
Engin ummæli:
Skrifa ummæli