4. október 2014

Kryddjurtir og villtar jurtir til þurrkunar

Nú eru síðustu forvörð að tína og þurrka kryddjurtir og aðrar jurtir til vetrarins. Nú er sá tími þar sem flestar kryddjurtirnar í garðinum eru vel sprottnar, orðnar stórar og gróskumiklar. Þess vegna er um að gera að nota tækifærðið og tína þær til þurrkunar og hafa þannig nóg af þeim í vetur. Drífa í þessu áður en kuldinn, frostið og snjórinn kemur og þær sölna. Kryddplönturar er hægt að nota í ýmislegt svo sem te, krydd og skraut. Skessujurt til að nota í kjötsúpuna, mynta og fennel í teið, salvía í ýmis konar matreiðlsu og timíanið líka er tilvalið að þurrka. Dillfræin eru notuð í kryddlegi og það sama gildir um koríanderfræin. Þar fyrir utan eru margar villtar íslenskar jurtir hentugar að tína núna í te og fleira. T.d mjarðjurt, maríustakk og vallhumall sem eru frábærar tejurtir og ekki má gleyma fjallagrösunum!

Vallhumall

Fenel

Fenel


Kamilla





Þurrkun og tínsla jurta
Hvernig eru jurtir þurrkaðar? Byrjaðu á að klippa eða handtínda jurtirnar. Það fer svolítið eftir því hvaða plöntu þú ert að eiga við hvor aðferðin er betri. Þær með mjúkari stöngull er hægt að handtína en plöntur með trékendari stöngull eru klipptar. Best er að gera þetta í þurrviðri vegna þess að þá er auðveldast og mestar líkurnar að vel takist til með þurrkunina. Plönturnar ætti annað hvort að tína ofan í taupoka eða í vendi. Ef tíndar eru villtar jurtir þarf að þekkja þær og aldrei að tína allt upp til agna af svæðinu því gaman gæti verið að koma til baka að ári og endutaka skemmtunina. Athugið að tína aldrei þar sem eru mengunarvaldar eru nálægir t.d. umferð og iðnaður. Fjallagrösin er þó betra og þægilegra að týna þegar þau eru blaut því þá losna þau svo skemmtilega frá mosanum. Þegar heim er komið er best að setja pokana á þurran og hlýjan stað þar sem getur loftað um þá og þess vegna meiga þeir heldur ekki vera pakkfullir. Það er líka hægt að breiða úr plöntunum á hreint handklæði eða viskustykki í um það bil 2-3 vikur. Þá er þú örugg(ur) um að þær séu þornaðar. Þegar afurðirnar eru orðnar skrjáf þurrar þannig að þær molna í hendinni á þér er hægt að setja þær á glerkrukkur eða tepoka til geymslu fyrir veturinn. Jurtir þurrkaðar í vöndum eða búntum taka aðeins lengri tíma að þorna, sérstaklega ef þær hafa þykk laufblöð.

Í teblöndurnar er líka gott að setja kryddjurtir eins og kanell, kamillu og engifer.
Tilvalin teblanda
50 g maríustakkur
50 g mjaðurjurt
50 g mynta
100 g fenell


Öllu blandað vel saman mulið i morteli og sett í glerkrukkur og geymt á dimmum stað eða strax búin til rjúkandi og ilmandi te bolli.



Þurkkaður maríustakkur





Engin ummæli:

Skrifa ummæli