21. ágúst 2014

Æt blóm Blóma matur

Það er hægt að borða mörg blóm. Ég hef prufað mig heilmikið áfram með það. Þó mest megnis sem viðbót í mat ekki sem aðal uppistaða réttar. Það er mjög gaman að skreyta mat með alvöru blómum og mörg af þeim gefa gott bragð eins krydd gerir. Ég hef nú mest notað blómin í salat og sem skraut ofan á kökur.
Ég skaust út í garð og týndi blóm sem ég fann, sem er hægt var að borða.



Flest öll blóm kryddjurta er hægt að nota. Mörg blóm eru líka góð með mjúkosti og eggjaréttum.
 Ég las einu sinni að það að nota blóm í mat væri eitthvað sem konur hefðu mest gaman af að bera fram fyrir aðar konur þar sem þær kynnu betur að meta það en karlmenn sem oftast findist þetta bölvuð vitleysa og óþarfi. Veit ekki hvort það er satt. Veit bara að ég er kona og mér finnst voðalega gaman að setja blóm í matinn og kökurnar
Það er ekki sniðugt að nota afskorin blóm úr blómabúð í matinn eða ný keyptar pottablóm þar sem oft er notað heil mikið af eitri og efnum við ræktun þeirra.
Fyrir utan þessi blóm á myndinni er hægt að nota:
Rósir
Fjólur og stjúpur
Lavender
Öll laukblóm
Ylli
Prímulur
Fífla
Hádegisblóm
Nellikur (Dianthus sp.)
Klettasalat
Gúrkúblóm
Stokkarósir
Steindeplu
Sírena
Engjamunablóm

Engin ummæli:

Skrifa ummæli