16. ágúst 2014

Aðrir grænir spekingar

Það eru ýmsir grænir spekingar sem gefa mér innblástur á öllum þeim áhuga sviðum sem ég hef. Sem eru : ræktun, plöntur, vistvæn lifstíll, endurnýting, matreiðsla, náttúrunotkun, náttúruunun, andleg málefni, og ótal margt fleira sem ég man ekki að nefna núna. Ég mæli eindregið með að lesa eitthvað eftir þetta fólk eða horfa sjónvarpsefni sem þau taka þátt í
Mér finnst sem sé gaman að lesa og fylgast með neðan töldum persónu

Hildur Hákonardóttir

Er listamaður, rithöfundur, ræktandi, náttúrunandi og spekingur
Hefur skrifað bókina Ætigarðurinn og Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar
Mér er minnistæð ein setning af mörgum úr bókum hennar sem-eg nýti mér dags daglega á þess að fara nánar út í það. Setinginn er "Guð á himnum gras á jörðu"



Signe Wenneberg

Blaðamaður, fyrirlestari, rithöfundur, stjónmálamaður,sjónvarpskona, ræktandi, endurnýttandi og góður kokkur



Hefur meðal annars skrifað bók sem heitir garðaþerapía. Það eitt segir mjög margt. Hún er að byggja sér sumarbústað úr frá a-ö sem er vottaður 100%  úr sjálfbærum við .http://sommerhusbyggeri.dk/



Camilla Plum 
Kokkur, sjónvarpskona, ræktandi, bóndi, garðyrkjustöðvareigndi og fyrirlesari

.

Góður penni og hefur svo ótrúlega margt áhugavert um plöntur og ræktun að segja. Hún hefur skrifað ótal margar matreiðslu og garðabækur. Eins í sjónvarpi, meðal annars á dr2


Andrea Hejlskov

 Rithöfundur, fyrirlesari, frumbyggi, ásatrúarkona, ræktandi, náttúruunandi og spekingur



Upphálds bókinn mín eftir hana er " Den store flugt" þar sem hún lýsir hverinig hún og fjölskylda hennar gáfust upp á nútíma samfélagi með öllu tilheyrandi og flúðu út í sænskan skóg og bjuggu á 20 m2, 6 manna fjölskylda. Þau fóru að lífa á náttúrunni og verða nýjar manneskjur og fjölskylda. Ekkert glasmyndar líf það.


Michael Pollan

 Rithöfundur, prófessor, heimildarmyndar höfundur ,ræktandi og matgæðingur.




Pælingar hans eru ótrúleg áhugaverðar eins og t.d í Botany of desire. Stjórnum við plöntunum eða þær okkur ? Þar tekur hann sögu 4. plantna fyrir sem dæmi til að útskýra þetta. Eplið, kanabís, túlípanar og kartöflur.


Aly Fowler

Rithöfunur, sjónvarpskona, dálkahöfundur, garðyrkjumaður, ræktandi, náttúruunnadi og kokkur. Hún er allveg ótrúlega einlæg og finnur innlega til með plöntunum sínum. Fegurð og notagildi plantanna skiptir hvort tveggja máli



Engin ummæli:

Skrifa ummæli