12. mars 2018

Chiliræktun frá fræi

Chili ræktun frá fræi
Núna er sá tími á árinu að maður sáir fyrir plöntum í inni ræktun. Til dæmis sumarblóm, tómötum og chili. Það þarf að byrja á því núna svo þær nái að gefa af sér blóm eða ávöxt áður en kuldinn og haustið kemur. Líka til að getað byrjað að hlakka til að grænu spírunar komi upp úr moldinni akkúrat á þeim tíma þegar er ekkert sem minnir á vorið. Það að borða chili eru upplifun út af fyrir sig með meðfylgjandi áhrifum á líkamann.

En það er enn meiri gleði og upplifun að borða chili sem maður hefur ræktað sjálf (ur).  
Það eru til fleiri en 3000 mismunandi chili sortir. Hver chili sort er með sína eiginleika og bragð.  Styrkur þeirra er mældur Scoville sem er frá 0 og upp í 2000000 stig sem sterkasti chili er. Venjuleg papprika hefur 0 stig. Ef chili með styrk 1500000 er borðaður þá,svitnar maður, finnur fyrir verulegum sársauka og hjartsláttur eykst. En þar fyrir utan þá er chili mismunandi af lit, stærð, lögun,lengd, fjölda aldina sem það framleiðir og kuldaþoli svo eitthvað er nefnt. Þau geta verið, svört, fjólublá, gul, rauð, appelsínugul,græn og hvít. Þau geta verið allt að 30 cm löng. Sumar plöntur geta framleitt hundað chili aldin.
Munið að styrkurinn liggur oft í fræunum
 


Leiðbeiningar að ræktun frá fræi

  1. Kaupa fræ, sáðmold og potta eða finnið fræ fram sem voru geymd frá í fyrra
  2. Setjið mold í potta og vökvið en ekki setja áburð fyrir en plantan er orðin aðeins stærri. Fræin geta spírað illa ef moldin er of áburðar mikill.
  3. Setja fræin niður ½-1 cm ofan í moldina. 2-5 fræ í pott.
  4. Haldið moldinni rakri þar til plantan spírar sem er eftir 5-12 daga, en er mögulegt að taki 5 vikur.  Hafið á sólríkum stað. Fræin þurfa hita til að spíra en ekki ljós. Yfir 21 C. Þegar plantan er orðin stærri og fer að vaxa þarf hún að minnsta kosti 12 tíma dagsljós.
  5. Passið plöntuna vel þar til hún fer að blómstra hvítum litlum blómum.
  6. Klippa fyrstu 7 blómin af til að örva aldinmyndun. Þá færðu nefnilega miklu fleiri chili.  Það virkilega borgar sig.
  7. Umpottið plöntuna í stærri pott eftir því sem hún stækkar og sérstaklega ef það spírar fleiri en eitt fræ í hverjum potti. Sumar plöntur gætu orðið það stórar í lokin að þær þurfi,10 lítra pott.
  8. Til að plöntunni líði sem best og myndi mörg chili þarf hún að fá:
                Næringu reglulega en ekki of mikið, eða of sterknan áburð. Molta hentar best
                Nóg vatn en ekki of mikið þar sem þarf líka loft við ræturnar. Til að finna út hvort maður ofvökvar er hægt að Króata moldina og ef vatn kemur úr moldinni er plantan ofvökvuð.
                Svo þarf hita og sól. Ef er of kalt detta blómin af áður en þau ná að mynda chili.          Hrystið plöntuna reglulega svo að hún sjálf frjóvgi sig, þar sem oft er lítið um skordýr inni við til sjá um þetta verkefni

      9. Það tekur 1-2 mánuði fyrir plötuna að mynda fullþroskaða chili.





Engin ummæli:

Skrifa ummæli