16. júlí 2018

Hrúga af allskonar kryddjurtum



Ég tók samman smá yfirlit yfir nokkrar af kryddjurtunum sem ég hef ræktað, borðað, eldað úr og hitt. Í raun allt af ofan töldu. Kryddjurtir eru í raun ótrúlega árifaríkar plöntur á mannkynið. Við gerum okkur kannski bara ekki grein fyrir því. Það vantar líka mjög margar í þennan hóp. Hér hef ég bara listað upp 14 með afbrigðum. Þá vantar krydd risana, chili, engifer, steinselju og myntu
Hjólkróna er virkilega falleg kryddjurt. Svolítið spes finnst mér, maður notar bara blómin. Svo er heldur ekki mikið bragð af henni en samt gott ferskt. Getur orðið mjög stór planta og er skemmtilega loðin . Ég hef notað blómin í salöt. Og frosið í ísteninga til að skreyta drykki. Líka ofan á kökur

Timían er klassísk kryddjurt sem er bara svo ómissandi í allskonar mat. Það eru til svo margar útgáfur af því. Svo skríður það áfram sem er frábær eiginleiki þannig að það er hægt að nota það sem þekkjujurt til að fylla upp í svæði i beðum.Við Íslendingar eigum okkar eigin frábæru útgáfu sem blóðbergið er. Ilmurinn af því kemur mér bara í svo gott skap. Prufið að leggjast niður á jörðina og fylla lungun af lyktinni af því

Sítrónuverbena eða sítrónujárnjurt. Ilmar af sítrónu og er frábær tejurt og mjög góð í dessert eins og mynta. Hér ofan á köku á veitingastað. Jurt sem þolir ekki kulda og er því best að rækta inni eða í gróðurhúsi. Getur orðið að stórum runna


Lavender eða lofarblóm er kryddjurt, fjölært blóm og lækningajurt. Ef drukkið te þá er það róandi. Ótrúlega fallegt og ilmurinn af blómunum einstakur. Englendingar búa til smákökur með blómumum í. Flott í vendi og ilmpoka. Hægt er að koma til með græðlingum. Setti ofan á ostaköku


Koriander annað hvort elskar fólk það eða hatar það. Í dag Reyndar eitthvað um það að fólk sé ofnæmi fyrir því. Ég elska það. T. d í tælenskum eða mexíkóskum mat. Svo er hægt að nýta ýmsa hluta af plöntunni, blöðin, blómin sem eru hvít og fræin sem eru kringlótt.

 Basilika frábær kryddjurt. Í raun ómissandi. Verður svo kraftmikill. Ekkert jafnast á við að búa til sitt eigið pesto úr basilíku sem maður hefur ræktað sjálf. Ég rækta líka gjarnan sítrónu basilíku og fjólubláa.


Þá er það estragon. ómissandi í heimatilbúna bernes. Bara almennt bragðgóð kryddjurt í sósur. Miklu betri fersk en þurrkuð i 


 Piparrót er sérstök fjölær kryddjurt. Maður notar rótina af henni sem maður grefur upp. Hún getur verið svolítið kræklót. Svo þarf að hreinsa  hana að utan. Ég hef notað hana í sushi niður rifna. Prufið að Googla uppskriftir. Dreifir sér með rótunum

 Salvía er frábær í rétti sem þarfa að elda lengi, fyllingar inn í fugla og kjötkássur sem malla lengi. Svo nota margir hvíta Salvíu til að hreinsa orku í hýbýlum eða svæðinu með því að brenna hana og fæla frá illa anda. T. d. Indjánar. En svo finnst mér svo gaman að rækta hana vegna þess að það eru til svo mörg afbrigði af henni sem geta verið svo mismunandi. Blómin geta verið fagur blá, eldrauð, fjólublá, gul eða fjölmargir aðrir litir. Henni er illa við að hafa blautar rætur á veturna



 Kamillu er hægt að rækta frá fræi. Fá sér ferskt kamillute. Blómin er líka hægt að nota í salat. En hún á náskyldan villtan ættingja út í náttúrunni sem heitir hlaðkolla 

 Skessujurt er frábær í kjötsúpu. Er stór kröftug jurt.

 Dill frá kryddjurt sérstaklega með fiski. Og nýtanlegt á ýmsum vaxtar stigum. Blöð ný sprottin. Blómin til þegar maður súrsar grænmeti og fræin líka 

 Elsku graslaukurinn. Alltaf uppáhalds. Hægt að nota í svo margt. Hef fundist gaman að nota blómin í salat í seinni tíð, klippt niður eða heil

 Langaði að minna ykkur á að kaupa eða sá fyrir skjaldflettu sem er frábær svolítið yfirséð kryddjurt. Hún er auðvitað líka sumarblóm. Set með grein þar sem skrifa um hana og hvernig á að nota hana.


12. mars 2018

Chiliræktun frá fræi

Chili ræktun frá fræi
Núna er sá tími á árinu að maður sáir fyrir plöntum í inni ræktun. Til dæmis sumarblóm, tómötum og chili. Það þarf að byrja á því núna svo þær nái að gefa af sér blóm eða ávöxt áður en kuldinn og haustið kemur. Líka til að getað byrjað að hlakka til að grænu spírunar komi upp úr moldinni akkúrat á þeim tíma þegar er ekkert sem minnir á vorið. Það að borða chili eru upplifun út af fyrir sig með meðfylgjandi áhrifum á líkamann.

En það er enn meiri gleði og upplifun að borða chili sem maður hefur ræktað sjálf (ur).  
Það eru til fleiri en 3000 mismunandi chili sortir. Hver chili sort er með sína eiginleika og bragð.  Styrkur þeirra er mældur Scoville sem er frá 0 og upp í 2000000 stig sem sterkasti chili er. Venjuleg papprika hefur 0 stig. Ef chili með styrk 1500000 er borðaður þá,svitnar maður, finnur fyrir verulegum sársauka og hjartsláttur eykst. En þar fyrir utan þá er chili mismunandi af lit, stærð, lögun,lengd, fjölda aldina sem það framleiðir og kuldaþoli svo eitthvað er nefnt. Þau geta verið, svört, fjólublá, gul, rauð, appelsínugul,græn og hvít. Þau geta verið allt að 30 cm löng. Sumar plöntur geta framleitt hundað chili aldin.
Munið að styrkurinn liggur oft í fræunum
 


Leiðbeiningar að ræktun frá fræi

  1. Kaupa fræ, sáðmold og potta eða finnið fræ fram sem voru geymd frá í fyrra
  2. Setjið mold í potta og vökvið en ekki setja áburð fyrir en plantan er orðin aðeins stærri. Fræin geta spírað illa ef moldin er of áburðar mikill.
  3. Setja fræin niður ½-1 cm ofan í moldina. 2-5 fræ í pott.
  4. Haldið moldinni rakri þar til plantan spírar sem er eftir 5-12 daga, en er mögulegt að taki 5 vikur.  Hafið á sólríkum stað. Fræin þurfa hita til að spíra en ekki ljós. Yfir 21 C. Þegar plantan er orðin stærri og fer að vaxa þarf hún að minnsta kosti 12 tíma dagsljós.
  5. Passið plöntuna vel þar til hún fer að blómstra hvítum litlum blómum.
  6. Klippa fyrstu 7 blómin af til að örva aldinmyndun. Þá færðu nefnilega miklu fleiri chili.  Það virkilega borgar sig.
  7. Umpottið plöntuna í stærri pott eftir því sem hún stækkar og sérstaklega ef það spírar fleiri en eitt fræ í hverjum potti. Sumar plöntur gætu orðið það stórar í lokin að þær þurfi,10 lítra pott.
  8. Til að plöntunni líði sem best og myndi mörg chili þarf hún að fá:
                Næringu reglulega en ekki of mikið, eða of sterknan áburð. Molta hentar best
                Nóg vatn en ekki of mikið þar sem þarf líka loft við ræturnar. Til að finna út hvort maður ofvökvar er hægt að Króata moldina og ef vatn kemur úr moldinni er plantan ofvökvuð.
                Svo þarf hita og sól. Ef er of kalt detta blómin af áður en þau ná að mynda chili.          Hrystið plöntuna reglulega svo að hún sjálf frjóvgi sig, þar sem oft er lítið um skordýr inni við til sjá um þetta verkefni

      9. Það tekur 1-2 mánuði fyrir plötuna að mynda fullþroskaða chili.