1. febrúar 2016

Síðasti mánuðurinn í sjálfbærnis verkefninu

Nú byrjar seinasti mánuðurinn í  sjálfbærnisverkefninu mínu. Af því tilefni ætla ég að sýna ykkur hvað ég borða í kvöldmat. Alveg eins og ég er búin að vera að gera seinustu 11 mánuðina á Instagarm @mariabirna/ . Það er svolítið mismunandi hvað eru margir í mat. Ég byrja mánuðinn á að borða ein og svo fjölgar fólkinu sem borða með mér þegar líður á mánuðinn, kærasti , börn og vinir. Í lok mánaðarins þarf ég svo að flytja aftur í húsið mitt í Rødovre og fæ þá splunku nýtt eldhús. Nú er svo komið með grænmetisbyrgðirnar að sumt er upp étið meðan annað er slatti eftir af. Mun örugglega duga einhverja mánuði í viðbót. Laukurinn  og tómatarinir eru nærri alveg búnir meðan ég á helling eftir að frystu spinati og stikilsberjum. Þess vegna verður matseðillinn eftir því og enn og aftur reynir á sköpunargjáfuna í eldhúsinu, að geta galdrað mismunadi girnilega rétti úr sama hráefninu. Eitt sem þetta verkefni hefur kennt mér er að ef maður ætlar að vera 100% sjálfbær með ávexti og grænmeti og borða fjölbreyttan girnilegan mat þá krefst það að maður rækti margar missmunadi tegundir ávaxta og grænmetis. Sem aftur krefst  mikilar vinnu og tíma.  Annað sem ég hef komist að er að maður verður að sætta sig við að hafa ekkert ferskt grænt blað grænmeti yfir hávetrar tíman.  ( Jú það er hægt að innirækta spírir og smá salat sem ég hef ekki haft aðstöðu til).  Nokkar spurningar dúkkuðu upp í hausnum á mér fyrir nokkrum vikum síðan sem tengdust þessu. Hvaðan kemur allt ferska grænmetið í matvörubúðunum? Hvernig er það geymt og hversu lengi? Hvernig er það meðhöndlað? Og þar af leiðandi hvað er mikið af eitri og efnum dælt yfir það til að það haldi sér? Það er enginn seinasti söludagur á fersku grænmeti. Akkúrat þegar ég var að hugsa þetta þá kom søndagsavisen í póstkassann og í honum var grein um að búðirnar væru fullar gömlu hálf rotnandi grænmeti.  Þar kom líka fram að í greininni hverus lengi grænmetið er geymt og meðhöndlað. Sumt að því grænmeti sem við kaupum í búðunum er allt að 1 árs gamalt og annað hefur flogið um hálfan hnöttinn ásamt því að tonn að myglu- og skordýraeitri sem hefur verði dælt á það í ræktunarferlinnu. Aftur á móti ef seinasti söludagur væri á ferska grænmetinu þá myndi líka rosalega mikið af mat fara til spillis. Þetta segir okkur bara það að við eru komin ótrúlega langt frá því sem er að gerast í náttúrunni og að matvælaframleiðsla er allgjör iðnaður. Sem ég held að hafi ótrúleg neikvæð áhrif á okkur manneskjunar og okkar lífsgæði.
En nú aftur að efninu um seinasta sjálfbærnis mánuðinn. Ég mun setja matarmyndir hér inni á síðuna og á fjesbók siðurnar mínar Maríustakkur og Grøn Maria Birna og Instagram




Engin ummæli:

Skrifa ummæli