28. febrúar 2016

Dagur 365 af 365





Síðasta máltíðin af 365. Fiskur með#kartöflum, hamborgari með #tómatsósu og te á eftir úr #lofnarblóm og#hindberjablöðum . #geðveikupplifun.Frábær reynsla. Takk fyrir allir sem voru með og fylgdust með. #dagur365#sjalfbærni #sjalfsþurftarbuskapur#365project

27. febrúar 2016

Dagur 364

Smá afmælis veisla í dag með marensköku með rababara/berja kremi




Svo var hamborgari í kvöldmat með frönskum og hrásalti. Heimagerð tómatsósa úr eigin tómötum og kryddjurtum



20. febrúar 2016

Dagur 356

Svínalund með villilaukspestó og fersku pasta i forrétt
og suhsi i aðalrétt. Sjálfbærnis sushi er án þangs en með sesamfræum í staðinn, meðal annars svörtum sesamfræum, svo úr garðinum og eldhúsglugganum kemur, rauðrófa sem er reyndar röndótt, gulrætur og engifer. Fiskurinn var risarækja og reyktur lax


16. febrúar 2016

14. febrúar 2016

Berlínarbollur

Amma María bjó oft til berlinarbollur á bolludaginn. Ég hef reynt að leika þann leik eftir þar sem mér finnst þær góðar og frábær þýsk hef.
Ég ætla að sýna ykkur í myndum hvernig ég bý þær til. Í ár hef ég notað fíflasultu inn  í þær.







Dagur 351

Kjúklingur með frönskum,blómkáli og baunum


13. febrúar 2016

11. febrúar 2016

9. febrúar 2016

Dagur 346

Fylltar pönnukökkur með spinati, rjómaost, hvítlauk, estragon, gulrætur og fjallagrös.

Það var aðeins of mikið af fræjum í spinatinu. Muna að láta það ekki blómstra. Meðlæti grænkál.


7. febrúar 2016

Dagur 344

Dagur 344. Við fengum okkur hamborgara aftur með koktelsósu. Til að búa til koktelsósu þarf fyrst að búa til tómatsósu. Sem ég gerði í sumar og frysti hana. Hún er svolítið grófari en þessi sem maður kaupir í búðinni. Svo var tekið blómkál, gulrætur, maís og estragon úr frystinum. Svo var smá chili á burgernum


6. febrúar 2016

Dagur 343

Dagur 343 af 365. Hamborgari með chili og hvítlauk. Hrásalat með eplum,gulrætur og hvítkáli.

5. febrúar 2016

Dagur 342 helgar steikinn

Loksins er komin helgi og ég held upp á það með góðum mat. Steik með ætifífla mús, brokolí, epla ætifífla blaðlauks salat með hesilhnetum. Sósan var svo bragðbætt með basil og fenell
Já ég tíndi hesillhneturnar í haust með út í skógi.



Útvarpsviðtal um sjálfbærnisverkefnið

Í dag var Útvarpsviðtal við mig í morgunútvarp rásar 2 um sjálfbærnisverkefnið mitt, og hvernig það hefur gengið seinustu 11 mánuði. Rætt meðal annars hvort þetta væri raunhæft fyrir aðra að framkvæma á Íslandi, Ég tel það raunhæft, að minnsat kosti 70%  af grænmeti sem þú neytir. Það sem er erfiðast að mínu mati er kaffi, te, súkkulaði og krydd. Það t.d erfit að geta ekki notað kanill og súkkulaði hefur verið mjög erfitt. Svo kemur bara í ljós að hvað ég geri á næsta ári. 

4. febrúar 2016

Dagur 341 sjálfbærnisverkefnis

Súpa dagsins með ristuðum sólblómafræum

Í henni var jarðskokkar, kartafla, koríander, rauðrófa, gulrætur, kartafla, blómkál, brokolí, blaðbeðja, sellerí, chili, laukur,hvítlaukur, hvítkál og kryddjurtir.

3. febrúar 2016

Dagur 340

Íslenskur fiskur með 3 slags rifnu grænmeti. Rauðrófa, hvítkál og gulrætur í mismunandi litum.






2. febrúar 2016

1 ár með eigin ávexti og grænmeti í útvarpinu

4/2  milli 8-9 verður stutt viðtal við mig í morgunútvarpinu á rás 2 um sjálfbærnisverkefnið


Dagur 339 sjálfbærnis matur

Kom mjög seint heim í dag þess vegna var þetta mjög fljótlegur matur
Egg, blaðbeðja sem er frábært grænmeti sem líkist spinati bara meira að bíta í, með hvítlauk, mjólk og osti  Hvitlauksósa.

Dagur 338 i sjálfbærnisverkefni

Ég fékk mér 2. slags drykk í kvöldmat.
Annar úr eplum og engifer ( já ég ræktaðir hann líka sjálf). Hinn úr plómum, rababara,brómberjum,fennelte og stevia ( hana ræktaði ég lika sjálf). Þetta gerðist í raun í gær. Ég náði ekki að skrifa þetta í gær.