Það er gaman að koma kryddjurtum af stað í eldhúsglugganum. Það gætu verið framandi eða
suðrænar kryddjurtir. Ein slík er sítrónugras. Ilmurinn af sítrónugrasi er sterkur og alveg yndislegur.
Sítrónugras er bráðnauðsynlegt í marga austurlenska rétti, sérstaklega þá tælensku.
Annað mál sem ekki allir vita er að hægt er að rækta sítrónugrasið í eldhúsglugganum heima hjá þér.
Þetta þarf svolitla þolinmæði líkt og við marga ræktun.
Tæki:
Ferskt sítrónugras úr búð
Krukka með vatni
Mold í potti
Kaupið helst sítrónugras sem hefur svolítinn raka í sér, safaríkt og helst með smá stubb af rót á
endunum. Setið það í krukku af vatni út í glugga og bíðið eftir að rætur myndist. Þetta tekur svolítinn
tíma, allt að 1 mánuð. Setja þarf nýtt vatn reglulega. Þegar ræturnar eru nokkurra sentimetra langar
má gróðursetja plöntuna í pott og hafa sem stofublóm. Vökvið vel og hafið pottinn á sólríkum stað.
Sítrónugras er stórgert og breiðir úr sér ef því líður vel. Gott er að gefa því áburð reglulega yfir
sumartímann. Sítrónugrasið getur stækkað í pottinum, það er hægt að klippa af endunum og nota í te
án þess að taka allt grasið upp með rótunum eða skera af því þá endurvex það. Ef sítrónugrasinu líður
vel koma á það blóm sem mynda fræ sem er hægt nota til að sá til nýrra plantna.
Hér eru svo nokkrir nýtingarmöguleikar:
http://ibn.is/kraekiberjasaft/
http://ibn.is/jurtate-thin- personulega-galdrablanda/
Góða ræktunarskemmtun.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli