Undir Stóru eikartré sem er beint og breytt söng Vilhjálmur Vilhjálmsson einu sinni. Hvaða bull er þetta eiginlega. Hann Vilhjálmur vissi greinilega ekki mikið um hvernig eikartré vaxa eða hvort þau vaxa yfir höfuð á Íslandi. Vegna þess að það eru ekki mikið af stórum eikartrjám á Íslandi. En af hverju er ég að skrifa þetta? Vegna þess að ég er búin að vera týna eikarhnetur hérna á Danmörku. Til þess að gera notað þær í eikarhnetu drykk. Þá væri nú gott að vita hvað er mikið til af eikartrjám á Íslandi. En það veit ég ekki nákvæmlega. Veit bara að þau eru að verða fleiri miðað við upplýsingar frá Skógræktinni. Líklega eru þau tré ekki stór þó að það finnist eitt og eitt gamalt hér og þar inni í görðum.
En nú skal ég segja ykkur frá því hvernig ég nýti eikarhneturnar.
Fyrst tíni ég þær, svo þurrka ég þær innivið í nokkrar vikur.
Tek þær næst úr skurninum og rista á pönnu til að ná brúnu himnunni af, svipað og maður gerir á hesilhnetum. Rúllaði þeim inni í viskustykki svo himnan fari af. Svo mala ég þær í kaffikvörn. Þar á eftir sýjaði ég þær í gengnum kaffifylltir þar sem ég helli sjóðandi vatni yfir þær nokkrum sinnum í röð. Þetta gerði ég til að ná tannínsýru úr þeim sem gerir þær bitrar. Eftir það þurrkaði ég þær í ofni. Í lokin malaði ég þær í kaffikvörnni í duft.
Ég hef komist að því í gegnum félagsmiðla hópa áhugafólk um sjálfbærni að eiknarhneturnar eru mjög mismunadi hvað varðar tannínsýru innihald. Sem þýðir að kannski var ég mjög heppin með þær hnetur sem ég tíndi og að þær væru með mjög lítið bitrar
Ég hef komist að því í gegnum félagsmiðla hópa áhugafólk um sjálfbærni að eiknarhneturnar eru mjög mismunadi hvað varðar tannínsýru innihald. Sem þýðir að kannski var ég mjög heppin með þær hnetur sem ég tíndi og að þær væru með mjög lítið bitrar
Sjálfur drykkurinn saman stendur af eftirfarandi hráefni
1 glas heit mjólk
3 tsk eikar hnetu duft
1 tsk flórsykur
Hrært vel saman og bragðast nærri betur en kakó