20. júní 2011

Hvar er sveitin mín?

Af hverju bý ég ekki út í sveit og vinn með plöntur? Af hverju eru ekki stanslaus matarboð hjá mér?
Eiginmaðurinn sagði alltaf þurfum við nokkuð að vera lengi þarna?
Ég er ekki sammála þessu gildismati í lífinu. Ég hef verið að hugsa um öryggið ? Þessar slæmu aðstæður raska minni ró og öryggi. En hvað er mitt öryggi?  Að eiga mann sem ég get treyst og sem vill mér vel. Penningalegt öryggi. Það er ekki stórt isue fyrir mig. Óöryggi fyrir mér er þegar lífið er púl, strit og daglegt amstur án gleði og hláturs, án tilhlökkunar, hreyfingar og andlegra hluta. Svolítið tilgangsleysi. Óöryggi er einangrun og höfnun án vina.Óörygg er allt sem fór úrskeiðis í barnæstunni. Skilnaður, flyttningar, nýjir vinnustaðir, skólar, nýjir félagar, aldrei arð felsta rætur. Bera ábyrgð á öðrum sem ég get ekki breytt, strita og puða í tilgangsleysi

13. júní 2011

Andfélagsleg

Ùt með hugsanirnar.
Búin að fá nóg að því að vera fjölskyldu María. Þvi það þýðir einanangrun og allur minn frítími fer í fjölskyldunna, sjálfa mig og 12. spor.
Ég er aldrei í neinum samskiptum við annað fólk og þess vegna nennir það ekki að hafa samskipti við mig. Það má alltaf bíða og frestast því það er alltaf eitthvað annað mikilvægara sem gengur fyrir. Þessu er ég búin að fá nóg af. Þegar eiginmaðurinn hverfur þá er oft tómarúm. Þetta er bara ekki rétt ég. Þetta er bara svo mikið hluti af gömlu slæmu munnstri. Hef alltaf langað svo mikið til að við ættum svona fasta vini. Veit ekki hverjir það áttu að vera.

13. janúar 2011

Vil ekki vera meðvirk

Mér langar svo mikið, ekki að vera meðvirk, ekki stjórna, ekki ekki læra af reynslunni, ekki vera í afneitun.
Bæn  er það sem virkar fyrir mig núna og ekki bænir sem ég bý til sjálf heldur bænir sem sponsorinn velur fyrir mig.
Hvað ætlar þú að gera María? Mér finnst það erfið spurning. Hvað get ég gert spyr ég á móti?
Held ég ekki bara áfram  aðsætta mig við óviðunandi ástand.
Ég er hrædd um það sé eitthvað við þetta prógram sem ég er ekki að fatta. Það vantar meiri leiðbeiningar um skilnað.