31. júlí 2009

Hausverkur

Þetta var ágætur dagur, en samt ekki. Ég var með hausverk. Svo lagaði ég hjólið og fór á stöndina með stelpur og málaði aðeins.
Svo átti ég samtal við Arnar og Auði í gær og þar sem situr eftir er láttu hann þjást

30. júlí 2009

Fullur

Eiginmaðurinn var fullur í dag
Ég vil koma öllu praktísku, í lag  og skipulag. Öllum hlutum
sem ég og stelpuanr þurfum að gera á hverjum degi
T.d
Föt
Hjól
Hjálmar
Lyklar
símar
vesti og tannbustar.
Það sem gerðist líka var að ég reifst við eiginmanninn. Það heyrðust setningar eins og " veitu hvað ég er undir miklu álagi". Ég tek ekki þátt í þessu rugli.

29. júlí 2009

Hvernig vil María lifa

Langar í  raun ekki að skrifa um eiginmanninn, heldur um hvađ mig langar að gera. Langar heldur ekki að skrifa um gremju og áhyggjur.
Hvernig vill  María lifa og hvað langar hana ađ gera?
Senda stelpurnar einar til Íslands.
Garður. Rækta grænmeti, blóm, finna pláss fyrir rólu og trampólín. Klippa og slá hekk, gras og hreinsa beđ.
Svo langar mig að hafa líflegt heimili međ litum, gömlu skani, sauma föndur.
Gera stelpurnar meira ábyrgðar fyrir fleira af þeirra eigin hlutum .
Hafa alskonar rútínur með stelpurnar.
Passa Helga litla frænda reglulega.
Henda hlutum.
Ná góðum kontakt við nagrönna
Bjóða fólki reglulega í mat/ fólki sem ég hef aldrei boðið áður.
Hugsa betur um líkama minn  og reglulega.
Hvađ vil ég getađ gert á heimili mínu. Eldað góðan mat og haft góða aðstöðu til þess.

28. júlí 2009

Sorg

Reiknaði út útgjöld fyrir hús og pældi í hússölu.
Þar fyrir utan var ég sorgmædd í dag.

26. júlí 2009

Melo heimsókn til Arnars i dag

Við fórum í heimsókn til Arnars í Rosted í dag. Auður hin ólétta var ekki heima þar sem hún var á Íslandi með börnum. Arnar hafði að mestu leiti flutt og málað allt sjálfur. Hann var að drepast úr stressi yfir að Auði finndist íbúðinn ekki nóg og vel máluð. Rosted er sérstakur staður. Dagurinn var betri í dag en í gær. Frekar meló dagur í dag.
Yngri stúlkan mín var þreytt vegna þess hún hafði sofið hjá vinkonu. Svo voru systurnar pirraður út í hvor aðra.
Ég hef á tilfinningunni að eiginmaður sé að fara staupa sig innan stutta tíma. Þar sem hann er í þónokkur gremju út í systur mína. Svo veit hann alveg hvernig Auður og Arnar eiga haga sínu lífi.

25. júlí 2009

Dagbók

Nú byarjar dagbókar skrif í pásuferlinu.
Svona til að fylgjast með andlegri líðan minni
Í dag var ágætur dagur.
Er með stór plön inni hausnum á mér um að selja húsið.
En fyrsta verk er örugglega að setja sig inn í fjármálinn.  Sem eru föst inni hörðum disk sem er ónýtur.
Það á ég að leysa segir maðurinn sem ég vil skilja við. Þetta get ég leyst sjálf. Sem skapar einhverskonar stemmingu að við getum ekki skilið vegna praktiskir hlutir eru ekki komnir  á hreint.
Dæmigert fyrir mig að ég er orðin svo samgróin þessum manni að það tekur mig langan tíma að greiða mig út úr þessari flækju aftur.


4. apríl 2009

Kilið að stækka

Kílið að stækka, þyngdin í þögninni að verða meiri. Ég hef á tilfinningunni að það verður að stínga á þetta svo sé hægt halda páska. Guð hjálpaðu mér með þetta ég veit ekki hvað ég á að gera?????!