Ég er búin að vera á fullu seinustu daga að reyna taka það grænmeti upp úr jörðinni sem ekki þolir frost. Ég er líka búin að vera hugsa um uppskriftir og aðferðir sem ég ætla að nota á uppskeruna þannig að ég hafi matinn minn á hentugu, girnilegu og fjölbreyttu formi í vetur. Ég hef þurrkað heilan helling að jurtum bæði í te og sem krydd. Þannig að það eru meira og minna alltaf bunkar að jurtum á handklæði á borðstofuborðinu mínu. Fyrir utan alla myntu, sitronumellisu og salvíu vendina sem hanga úr loftunum til þurrknar. Í þeim efnum finnst mér ég nokkuð vel byrg. Svo er það sultugerðinn. Ég er svo heppin að ég er komin af miklu sultugerðarfólki og ætum og hef óstjórnlega gaman af því að búa til sultur. Núna eru komnar 2 hillur fullar af sultum í auka ískápinn. Það eru; stilkilsberja-, fífla-, plómu-, brómberja-, rababara- og rósarblaðasulta. Ég er líka búin að sýra og sjóða svolítið í krukkur. Þar má nefna tómata , tómatsósu, ofnþurrkaðir tómatar, rósarknúppa og rauðrófur. Fyrir utan allt pestóið. Nýjast uppgötuin í pestó hráefni í ár er skjalflétta. Skjaldflétta er fallegt sumarblóm en hún er líka frábrær kryddjurt. Það er gaman að nota blómin í salat en það er líka hægt að nota blöðin í pestó. Svo hef ég líka safnað fræinum til þurrkunar þar sem þau eru pínu sterk og geta komið í stað pipars.
Svo er allt það sem ég hef fryst niður, en það eru komnar 6 körfur af mat í frystikistunna. Það hefur mest megnis verið grænmeti sem ég hef létt soði og sett í poka Þar má nefna eitthvað sem kallast beðju/silfurblaðka á íslensku en á ensku swiss chard og dönsku bladbede. Það er grænmeti sem ég nota á svipaðan hátt og spinat er bara með svolítið þykkum stöngli. Svo er ég búin að frysta maís, baunir, blómkál, brokolí, kryddjurtir og vorlauk. Ég er líka með heilmikið af rababara og berjum í pokum. Kryddjurtirnar sumar hef ég sett í múffu form með góðri ólíuvuolíu og fryst svo þær eru tilbúnar tíl notkunar strax úr frystinum.
Lauk og hvítlauk þurrka ég vel og enn sem komið er geymi ég í taupokum og þurrum stað. Seinna meir sét ég þá örugglega ísskáp þegar líður á veturinn. Ég komst nefnilega að því síðasta haust að þeir eiga það til að mygla og verða holir að innan. Því tími ég ekki.
Enn sem komið er hef ég nóg pláss í ískápnum fyrir kartöflur og rófur. Annars fara þær í frauðkassa í frostfría kalda geymslu. Ég er reyndar ekki búin að taka allar kartöflurnar upp. Tunnu kartöflurnar eru enn úti en það eru heldur ekki búið að koma alvarlegt næturfrost hér í Danmörkinni. En síðast og ekki sísta geymslu aðferðin mín fyrir vetrarforðann er að nota frauðkassa með sandi. T.d fyrir rótar grænmeti og geyma þá svo í kaldri geymslu. Ég er svo heppin að í vinnunni minni hef ég aðgang að frauðkössum sem annars væri hent og þá fylli ég að sandi og stíng rauðrófum og gulrótum í. Það eru þó enn slatti að þeim úti í garði þar sem þær þola það. Svo eru líka kál, blaðlaukur og ætifífill( jordskok á dönsku) enn úti. Grænmeti sem þolir vel frost og snjó, sérstaklega grænkálið.
Þetta er mikill vinna en afskaplega skemmtileg
Engin ummæli:
Skrifa ummæli