10. júní 2016
24. maí 2016
Sítrónugras ræktun
Það er gaman að koma kryddjurtum af stað í eldhúsglugganum. Það gætu verið framandi eða
suðrænar kryddjurtir. Ein slík er sítrónugras. Ilmurinn af sítrónugrasi er sterkur og alveg yndislegur.
Sítrónugras er bráðnauðsynlegt í marga austurlenska rétti, sérstaklega þá tælensku.
Annað mál sem ekki allir vita er að hægt er að rækta sítrónugrasið í eldhúsglugganum heima hjá þér.
Þetta þarf svolitla þolinmæði líkt og við marga ræktun.
Tæki:
Ferskt sítrónugras úr búð
Krukka með vatni
Mold í potti
Kaupið helst sítrónugras sem hefur svolítinn raka í sér, safaríkt og helst með smá stubb af rót á
endunum. Setið það í krukku af vatni út í glugga og bíðið eftir að rætur myndist. Þetta tekur svolítinn
tíma, allt að 1 mánuð. Setja þarf nýtt vatn reglulega. Þegar ræturnar eru nokkurra sentimetra langar
má gróðursetja plöntuna í pott og hafa sem stofublóm. Vökvið vel og hafið pottinn á sólríkum stað.
Sítrónugras er stórgert og breiðir úr sér ef því líður vel. Gott er að gefa því áburð reglulega yfir
sumartímann. Sítrónugrasið getur stækkað í pottinum, það er hægt að klippa af endunum og nota í te
án þess að taka allt grasið upp með rótunum eða skera af því þá endurvex það. Ef sítrónugrasinu líður
vel koma á það blóm sem mynda fræ sem er hægt nota til að sá til nýrra plantna.
Hér eru svo nokkrir nýtingarmöguleikar:
http://ibn.is/kraekiberjasaft/
http://ibn.is/jurtate-thin- personulega-galdrablanda/
Góða ræktunarskemmtun.
28. febrúar 2016
Dagur 365 af 365
Síðasta máltíðin af 365. Fiskur með#kartöflum, hamborgari með #tómatsósu og te á eftir úr #lofnarblóm og#hindberjablöðum . #geðveikupplifun.Frábær reynsla. Takk fyrir allir sem voru með og fylgdust með. #dagur365#sjalfbærni #sjalfsþurftarbuskapur#365project
27. febrúar 2016
26. febrúar 2016
24. febrúar 2016
23. febrúar 2016
22. febrúar 2016
21. febrúar 2016
20. febrúar 2016
Dagur 356
Svínalund með villilaukspestó og fersku pasta i forrétt
og suhsi i aðalrétt. Sjálfbærnis sushi er án þangs en með sesamfræum í staðinn, meðal annars svörtum sesamfræum, svo úr garðinum og eldhúsglugganum kemur, rauðrófa sem er reyndar röndótt, gulrætur og engifer. Fiskurinn var risarækja og reyktur lax
og suhsi i aðalrétt. Sjálfbærnis sushi er án þangs en með sesamfræum í staðinn, meðal annars svörtum sesamfræum, svo úr garðinum og eldhúsglugganum kemur, rauðrófa sem er reyndar röndótt, gulrætur og engifer. Fiskurinn var risarækja og reyktur lax
18. febrúar 2016
17. febrúar 2016
16. febrúar 2016
15. febrúar 2016
14. febrúar 2016
13. febrúar 2016
12. febrúar 2016
11. febrúar 2016
10. febrúar 2016
9. febrúar 2016
8. febrúar 2016
7. febrúar 2016
Dagur 344
Dagur 344. Við fengum okkur hamborgara aftur með koktelsósu. Til að búa til koktelsósu þarf fyrst að búa til tómatsósu. Sem ég gerði í sumar og frysti hana. Hún er svolítið grófari en þessi sem maður kaupir í búðinni. Svo var tekið blómkál, gulrætur, maís og estragon úr frystinum. Svo var smá chili á burgernum
6. febrúar 2016
5. febrúar 2016
Útvarpsviðtal um sjálfbærnisverkefnið
Í dag var Útvarpsviðtal við mig í morgunútvarp rásar 2 um sjálfbærnisverkefnið mitt, og hvernig það hefur gengið seinustu 11 mánuði. Rætt meðal annars hvort þetta væri raunhæft fyrir aðra að framkvæma á Íslandi, Ég tel það raunhæft, að minnsat kosti 70% af grænmeti sem þú neytir. Það sem er erfiðast að mínu mati er kaffi, te, súkkulaði og krydd. Það t.d erfit að geta ekki notað kanill og súkkulaði hefur verið mjög erfitt. Svo kemur bara í ljós að hvað ég geri á næsta ári.
4. febrúar 2016
3. febrúar 2016
2. febrúar 2016
1 ár með eigin ávexti og grænmeti í útvarpinu
4/2 milli 8-9 verður stutt viðtal við mig í morgunútvarpinu á rás 2 um sjálfbærnisverkefnið
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)